Innlent

Slökkvistarfi að ljúka á Seltjarnarnesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Uppfært klukkan 14:58: Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra á vettvangi var húsið mannlaust þegar eldurinn kom upp. Tveir nágrannar fundu reykjarlykt og hringdu á slökkviliðið auk þess sem þeir reyndu að eiga við eldinn með garðslöngu þar til slökkviliðið kom.

Tveir reykkafarar fóru inn í húsið til að leita af sér allan grun en eldurinn kom upp að því er virðist í bílskúr á lóðinni. Ekki var hætta á því að eldurinn bærist í önnur hús.

Slökkvistarf gekk vel en því er að ljúka, nú er verið að tryggja vettvang, slökkva í glæðum og annað slíkt. Ljóst er þó að tjónið er mikið og mikið um reykskemmdir.

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna eldsvoða á Melabraut á Seltjarnarnesi. Lögreglan hefur lokað af svæðinu þar sem slökkvistarf fer fram en um íbúðahverfi er að ræða.

Slökkviliðið fór á staðinn um klukkan 14 og sást reykurinn langar leiðir. Þá fannst brunalykt alla leið út á Gróttu.

Samkvæmt upplýsingum af vettvangi virðist slökkvistarf ganga vel og ekkert bendir til annars en að húsið hafi verið mannlaust.

Framhlið hússins þar sem kviknaði í svört af sóti.vísir/ernir
Eldurinn kom upp í húsi við Melabraut á Seltjarnarnesi.vísir/map.is
Slökkvilið og lögregla eru að störfum á vettvangi.vísir
Frá slökkvistörfum á vettvangi.vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×