Óttast sundklæðnað múslimakvenna Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2016 07:00 Konur og börn njóta lífsins við ströndina í Túnis. Ein kvennanna klæðist þarna svokölluðu búrkini, sem er sérstakur sundfatnaður ætlaður þeim sem vilja hylja mestallan líkama sinn. Vísir/EPA Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að búrkini-sundklæðnaður múslimskra kvenna brjóti gegn gildismati Frakka. Í vikunni tilkynntu bæjarstjórnir þriggja bæja í Frakklandi að bannað verði að vera í svonefndu búrkíni á baðströndum þeirra. Fyrir höfðu þrír aðrir bæir í Frakklandi bannað búrkíni. Orð forsætisráðherrans hafa víða vakið hörð viðbrögð. Andrew Stroehlein hjá Human Rights Watchs skrifar á Twitter-síðu sína: „Forsætisráðherra Frakklands segir búrkíni ekki samræmast frönsku gildismati. En bann við fatnaði samræmist því?” Hann spyr einnig hvort næst eigi að banna hatta á veitingastöðum. Búrkíni-bannið í Frakklandi kemur í kjölfar blóðugra hryðjuverka sem framin hafa verið í nafni íslamskar öfgatrúar, þótt ekki sé sjáanlegt að árásarmennirnir hafi verið sérlega trúaðir sjálfir. Manuel Valls segist reyndar ekki vilja leiða búrkíni-bann í landslög. Hins vegar fagni hann því að bæjarstjórar taki upp slíkt bann. Ákvarðanir bæjarstjóranna hafa orðið til þess að auka spennu sums staðar á ströndum Frakklands. Á eyjunni Korsíku kom á sunnudag til átaka milli heimamanna og nokkurra kvenna sem klæddu sig í búrkíni. Í Frakklandi hefur hins vegar verið í gildi síðan árið 2010 bann við því að konur gangi í klæðnaði sem hylur andlit þeirra, þar á meðal búrkum og nikab. Þetta bann er rökstutt með því að ekki sé hægt að bera kennsl á fólk sem hylur andlit sitt. Enda nær bannið einnig til hjálma, gríma og annars höfuðbúnaðar sem hylur andlit fólks. Búrkíni-bannið styðst ekki við þessi rök, enda er andlit kvenna ekki hulið þótt þær klæðist búrkini þegar þær bregða sér í sund. „Búrkíni er ekki ný tegund af sundfatnaði, tíska,” sagði Valls forsætisráðherra. „Með þessu er verið að tjá pólitískt áform, andfélag, sem greinilega er byggt á þrældómi kvenna.” Blæjubann umdeilt í ÞýskalandiBúrkur og andlitsblæjur múslimakvenna hafa verið bannaðar víðar en í Frakklandi, þar á meðal í Belgíu og raunar einnig í Tyrklandi þar sem óheimilt hefur verið áratugum saman að ganga með slíkan höfðubúnað í opinberum stofnunum. Í Þýskalandi hafa nú verið uppi kröfur um að banna búrkur þótt ekki hafi verið samstaða um það innan þýsku stjórnarinnar. Hvorki Angela Merkel kanslari né Thomas de Maizére innanríkisráðherra styðja bann. „Það er ekki hægt að banna allt sem menn eru ósáttir við,” sagði de Maiziere innanríkisráðherra um þessar kröfur. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU-flokksins, sendi nú í vikunni frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði flokk þeirra Merkel og de Maiziéres sammála um að notkun múslimakvenna á andlitsblæjum torveldi aðlögun innflytjenda að þjóðfélaginu. Merkel tók undir þetta: „Að mínu mati á kona í Þýskalandi, sem hylur allan líkamann, varla neinn möguleika á að aðlagast,” sagði hún í viðtali í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að búrkini-sundklæðnaður múslimskra kvenna brjóti gegn gildismati Frakka. Í vikunni tilkynntu bæjarstjórnir þriggja bæja í Frakklandi að bannað verði að vera í svonefndu búrkíni á baðströndum þeirra. Fyrir höfðu þrír aðrir bæir í Frakklandi bannað búrkíni. Orð forsætisráðherrans hafa víða vakið hörð viðbrögð. Andrew Stroehlein hjá Human Rights Watchs skrifar á Twitter-síðu sína: „Forsætisráðherra Frakklands segir búrkíni ekki samræmast frönsku gildismati. En bann við fatnaði samræmist því?” Hann spyr einnig hvort næst eigi að banna hatta á veitingastöðum. Búrkíni-bannið í Frakklandi kemur í kjölfar blóðugra hryðjuverka sem framin hafa verið í nafni íslamskar öfgatrúar, þótt ekki sé sjáanlegt að árásarmennirnir hafi verið sérlega trúaðir sjálfir. Manuel Valls segist reyndar ekki vilja leiða búrkíni-bann í landslög. Hins vegar fagni hann því að bæjarstjórar taki upp slíkt bann. Ákvarðanir bæjarstjóranna hafa orðið til þess að auka spennu sums staðar á ströndum Frakklands. Á eyjunni Korsíku kom á sunnudag til átaka milli heimamanna og nokkurra kvenna sem klæddu sig í búrkíni. Í Frakklandi hefur hins vegar verið í gildi síðan árið 2010 bann við því að konur gangi í klæðnaði sem hylur andlit þeirra, þar á meðal búrkum og nikab. Þetta bann er rökstutt með því að ekki sé hægt að bera kennsl á fólk sem hylur andlit sitt. Enda nær bannið einnig til hjálma, gríma og annars höfuðbúnaðar sem hylur andlit fólks. Búrkíni-bannið styðst ekki við þessi rök, enda er andlit kvenna ekki hulið þótt þær klæðist búrkini þegar þær bregða sér í sund. „Búrkíni er ekki ný tegund af sundfatnaði, tíska,” sagði Valls forsætisráðherra. „Með þessu er verið að tjá pólitískt áform, andfélag, sem greinilega er byggt á þrældómi kvenna.” Blæjubann umdeilt í ÞýskalandiBúrkur og andlitsblæjur múslimakvenna hafa verið bannaðar víðar en í Frakklandi, þar á meðal í Belgíu og raunar einnig í Tyrklandi þar sem óheimilt hefur verið áratugum saman að ganga með slíkan höfðubúnað í opinberum stofnunum. Í Þýskalandi hafa nú verið uppi kröfur um að banna búrkur þótt ekki hafi verið samstaða um það innan þýsku stjórnarinnar. Hvorki Angela Merkel kanslari né Thomas de Maizére innanríkisráðherra styðja bann. „Það er ekki hægt að banna allt sem menn eru ósáttir við,” sagði de Maiziere innanríkisráðherra um þessar kröfur. Peter Tauber, framkvæmdastjóri CDU-flokksins, sendi nú í vikunni frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði flokk þeirra Merkel og de Maiziéres sammála um að notkun múslimakvenna á andlitsblæjum torveldi aðlögun innflytjenda að þjóðfélaginu. Merkel tók undir þetta: „Að mínu mati á kona í Þýskalandi, sem hylur allan líkamann, varla neinn möguleika á að aðlagast,” sagði hún í viðtali í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira