Erlent

Tyrkir kúgi ekki ESB

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. vísir/epa
Tyrknesk stjórnvöld segja að ekkert verði úr samkomulagi við Evrópusambandið um flóttafólk nema ESB standi við loforð sitt um að leyfa Tyrkjum að komast til ESB-landa án vegabréfsáritunar.

Þetta verði að gerast í október í síðasta lagi, að því er Mevlüt Cavus­oglu utanríkisráðherra fullyrðir.

Sigmar Gabriel, leiðtogi þýska Sósíaldemókrataflokksins, segir að ESB megi undir engum kringumstæðum láta Tyrki kúga sig til að gefa eftir.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að Tyrkir verði fyrst að uppfylla þau skilyrði, sem sett voru fyrir því að aflétta vegabréfs­áritunarkröfunni af Tyrkjum.

Ein af þessum kröfum var sú, að málfrelsi verði virt í Tyrklandi. 

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×