Orð Biblíunnar vöktu ótta meðal Íslendinga þegar þeir héldu þau koma úr Kóraninum - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 20:00 Nokkrir vegfarendur voru spurðir hvað þeim þykir um fyrirmæli Kóransins - en í raun komu þau úr Biblíunni. Vísir „Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“ Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“
Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira