Innlent

Óttast var að fallhlífarmaður hefði farið í sjóinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Komið með blöðrurnar að landi.
Komið með blöðrurnar að landi. Vísir/Gunnhildur
Lögreglan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslan og Landsbjörg voru með mikinn viðbúnað á Gróttu nú í kvöld. Tilkynning barst um að mögulega hefði fallhlífarmaður lent í sjónum þar úti fyrir. Í ljós kom þó að um var að ræða gasblöðrur sem höfðu lent í sjónum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Meðal annars var notast við báta og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Fjöldi fólks fylgdist með viðbragðsaðilum að störfum frá landi.

Uppfært

Tilkynningin barst skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Auk áðurnefndra aðila voru hvalaskoðunarbátur og togari notaðir til leitarinnar.

Blöðrurnar á leið í land.Vísir/Gunnhildur
Mikill viðbúnaður var á svæðinu.Vísir/Jóhann
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni.Vísir/Gunnhildur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×