Erlendir fangar vilja að verðir geti talað ensku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Erlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. vísir/Anton brink Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira