Erlendir fangar vilja að verðir geti talað ensku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Erlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. vísir/Anton brink Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira