41 árs hlaupari mun setja nýtt bandarískt met á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 19:45 Bernard Lagat fagnar ÓL-sæti sínum með börnum sínum. Vísir/Getty Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira