41 árs hlaupari mun setja nýtt bandarískt met á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 19:45 Bernard Lagat fagnar ÓL-sæti sínum með börnum sínum. Vísir/Getty Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira