Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júlí 2016 18:51 Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður." Brexit Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður."
Brexit Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira