Prestar steinhissa á Bjarna Ben Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2016 19:30 Prestar eru afar óánægðir með frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á kjararáði. Formaður Prestafélags Íslands segir að lagafrumvarpið í óbreyttri mynd gangi í berhögg við samninga ríkisins og þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Í drögum að frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör fyrir enda hafi þróun síðustu ára verið í átt til óhóflegs fjölda þeirra sem falla undir ákvörðun ráðsins. Lagt er til að kjör skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum, að kjör aðstoðarmanna ráðherra taki mið af kjörum skrifstofustjóra og að kjör presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar ráðist af samningum innan þjóðkirkjunnar. séra Kristján Björnsson formaður Prestafélags Íslands segir að félagið furði sig á frumvarpinu. Í samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 1997 sé þess getið að hlutlaus aðili ákveði laun presta. Þetta verkefni hafi verið í höndum kjararáðs hingað til enda samningsstaða presta erfið. „Við erum mjög hissa á því að Bjarni komi fram með þetta núna,“ segir séra Kristján Björnsson formaður Prestafélagsins. Hann segir að prestar hafi fengið kynningu á frumvarpinu í annarri mynd á síðasta ári. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem Prestafélagið hafi fengið seint hafi beinlínis verið tekið fram það mat embættismanna að frumvarpið yrði lagt fram án þess að tilgreina presta. Það hafi verið skilningur prestafélagsins að prestar yrðu áfram undir ákvörðunum Kjararáðs. Bjarni Benediktssonvísir/vilhelmséra Kristján segir að fyrirkomulag þar sem prestar sema sjálfir um laun sín gangi í berhögg við samninginn frá 1997. „Til þess að það gæti orðið þá þyrfti að breyta kirkjujarðasamkomulaginu. Það eru samningar milli ríkis og kirkju og prestar hafa aldrei verið í samningum við kirkjuna sjálfa.“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við Stöð 2 síðdegis að það væri gert ráð fyrir því í frumvarpinu um kjararáð að breyting á umhverfi kjarasamninga presta yrði ekki gerð einhliða. Hann sagði að breyting sem lyti að prestum yrði ekki gerð án samkomulags við þá. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Prestar eru afar óánægðir með frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á kjararáði. Formaður Prestafélags Íslands segir að lagafrumvarpið í óbreyttri mynd gangi í berhögg við samninga ríkisins og þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Í drögum að frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör fyrir enda hafi þróun síðustu ára verið í átt til óhóflegs fjölda þeirra sem falla undir ákvörðun ráðsins. Lagt er til að kjör skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum, að kjör aðstoðarmanna ráðherra taki mið af kjörum skrifstofustjóra og að kjör presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar ráðist af samningum innan þjóðkirkjunnar. séra Kristján Björnsson formaður Prestafélags Íslands segir að félagið furði sig á frumvarpinu. Í samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 1997 sé þess getið að hlutlaus aðili ákveði laun presta. Þetta verkefni hafi verið í höndum kjararáðs hingað til enda samningsstaða presta erfið. „Við erum mjög hissa á því að Bjarni komi fram með þetta núna,“ segir séra Kristján Björnsson formaður Prestafélagsins. Hann segir að prestar hafi fengið kynningu á frumvarpinu í annarri mynd á síðasta ári. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem Prestafélagið hafi fengið seint hafi beinlínis verið tekið fram það mat embættismanna að frumvarpið yrði lagt fram án þess að tilgreina presta. Það hafi verið skilningur prestafélagsins að prestar yrðu áfram undir ákvörðunum Kjararáðs. Bjarni Benediktssonvísir/vilhelmséra Kristján segir að fyrirkomulag þar sem prestar sema sjálfir um laun sín gangi í berhögg við samninginn frá 1997. „Til þess að það gæti orðið þá þyrfti að breyta kirkjujarðasamkomulaginu. Það eru samningar milli ríkis og kirkju og prestar hafa aldrei verið í samningum við kirkjuna sjálfa.“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við Stöð 2 síðdegis að það væri gert ráð fyrir því í frumvarpinu um kjararáð að breyting á umhverfi kjarasamninga presta yrði ekki gerð einhliða. Hann sagði að breyting sem lyti að prestum yrði ekki gerð án samkomulags við þá.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira