Innlent

Búast við 1000 þátttakendum á landsmóti skáta

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skátar í góðu stuði.
Skátar í góðu stuði. Vísir/Skátar
Landsmót skáta verður sett á Úlfljótsvatni við hátíðlega athöfn í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skátasveitinni.

„Mikil eftirvænting er ávallt fyrir mótinu, bæði hjá þeim sem eru að koma í fyrsta skiptið eins og hjá þeim sem að hafa komið áður. Setningin spilar þar stór hlutverk og setur tóninn fyrir komandi mótsdaga. Stuðlabandið mun kom ljúka setningarathöfninni með mikilli stemningu eins og þeim einum er lagið,“ segir í tilkynningu.

„Núna er unnið hörðum höndum að lokaundirbúningi mótsins og er svæðið farið að taka á sig góða mynd. Þátttakendur eru byrjaðir að streyma á mótssvæðið, en reiknað er með um 1000 þátttakendum.

Þegar mest verður er reiknað með að um 6-8000 manns muni vera á svæðinu. Bandalag íslenskra skáta (BÍS) stendur að mótinu. Skátastarf stuðlar að heilbrigðri æsku og virðingu fyrir samfélagi og náttúru. Þannig byggjum við upp  öfluga og ábyrga einstaklinga en Landsmót skáta er mikilvægur liður í þessu starfi.“


Tengdar fréttir

Skátar biðja um milljónir

Sveitarstjórnin hefur þegar hafnað ósk um að veita tveggja milljóna styrk og 700 þúsund krónur að auki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×