Innlent

Varpárangur kríunnar með besta móti

Jóhannes K Jóhannsson skrifar
Varplandið við golfvöllinn á Seltjarnarnesi hefur löngum verið þekkt fyrir Kríuna sem sveimar yfir höfði golfara og útvistarfólks. Hrun varð í kríustofninum á árunum 2005 til 2006 vegna lélegs ætis en á síðustu árum hefur stofninn verið að byggjast upp aftur.

„Það virðist vera að það gangu mun betur hér suðvestanlands heldur en það hefur verið undanfarin ár og í vörpunum núna er tölvert af ungum sem eru orðnir stórir og eru orðnir fleygir. Það var 2005-2006 þá byrjar þetta mikla sílaleysi og það hefur verið nánast viðvarandi nema með nokkrum undantekningum þangað til í fyrra.

Sílið er lykilfæða fyrir þessar tegundir og þetta stendur og fell með því hvort það sé aðgengilegt síli.“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent við HÍ og fuglafræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×