Innlent

Sérsveit lögreglu kölluð út í Gvendargeisla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók á öðrum tímanum í nótt karlmann um þrítugt í heimahúsi við Gvendargeisla í Grafarholti, en maðurinn hafði látið ófriðlega og meðal annars brotið rúður. Talið var að maðurinn væri hættulegur bæði sjálfum sér og öðrum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Íbúar voru beðnir um að yfirgefa húsið skömmu eftir að lögregla kom á vettvang, laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi, og var lokað fyrir umferð um götuna. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu.

Uppfært síðast klukkan 6:50.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×