Gríðarleg ferðalög framundan hjá ensku liðunum en eitt lið ferðast langmest Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 23:30 Ensku liðin eru komin á fullt í að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað laugardaginn 13. ágúst næstkomandi. Líkt og venjan er þá fara flest ensku úrvalsdeildarliðinu í langar keppnisferðir fyrir tímabilið og þau stærstu fara oft til Asíu eða Ameríku. Liðin geta verið að hagnast mikið á þessum æfingaferðum sínum og þess vegna eru þær góðar fyrir gjaldkerann en geta oft tekið á fyrir leikmennina sjálfa sem eru náttúrulega að passa upp á það að koma sem best undirbúnir inn í mótið. BBC hefur tekið öll þessi ferðalög saman og komist að því að liðin tuttugu sem skipa ensku úrvalsdeildina á komandi tímabili munu ferðast samtals 172.413 mílur eða yfir 277 þúsund kílómetra í aðdraganda mótsins. Ekkert lið kemst þó með tærnar þar sem Tottenham hefur hælana þegar kemur að ferðlögum í sumar. Liðsmenn Tottenham munu ferðast 22.468 mílur eða rúmlega 36 þúsund kílómetra en innifalið er ferð liðsins til Ástralíu. Það er aftur á móti Watford sem ferðast minnst eða "aðeins" 1.632 mílur eða 2.626 kílómetra. Það er aðeins sjö prósent af ferðalögum Tottenham-manna. Félögin tuttugu fara alls til tuttugu landa en flestir leikjanna fara fram í Bandaríkjunum eða sautján þeirra. Ellefu leikir verða spilaðir í Austurríki. Það er hægt að sjá nánari útlistun BBC-manna á ferðalögum ensku liðanna með því að smella hér en hér fyrir neðan er listinn yfir hvaða lið ferðast mest fram að fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Lengstu ferðalög liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið: 1. Tottenham - 22.468 mílur eða 36.159 kílómetrar 2. Chelsea - 14.345 mílur eða 23.086 kílómetrar 3. Liverpool - 12.625 mílur eða 20.318 kílómetrar 4. West Ham - 12.590 mílur eða 20.262 kílómetrar 5. Leicester City - 12.415 mílur eða 19.980 kílómetrar 6. Arsenal - 12.143 mílur eða 19.542 kílómetrar 7. Manchester City - 12.071 mílur eða 19.426 kílómetrar 8. Manchester United - 11.442 mílur eða 18.414 kílómetrar 9. Crystal Palace - 10.939 mílur eða 17.605 kílómetrar 10. Stoke City - 9.624 mílur eða 15.488 kílómetrar 11. Swansea City - 8.192 mílur eða 13.184 kílómetrar 12. Bournemouth - 8.134 mílur eða 13.090 kílómetrar 13. Southampton - 8.071 mílur eða 12.989 kílómetrar 14. Middlesbrough - 4.750 mílur eða 7.644 kílómetrar 15. West Brom - 3.544 mílur eða 5.704 kílómetrar 16. Everton - 1.906 mílur eða 3.067 kílómetrar 17. Sunderland - 1.900 mílur eða 3.058 kílómetrar 18. Hull City - 1.862 mílur eða 2.997 kílómetrar 19. Burnley - 1.740 mílur eða 2.800 kílómetrar 20. Watford - 1.632 mílur eða 2.626 kílómetrar Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Ensku liðin eru komin á fullt í að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað laugardaginn 13. ágúst næstkomandi. Líkt og venjan er þá fara flest ensku úrvalsdeildarliðinu í langar keppnisferðir fyrir tímabilið og þau stærstu fara oft til Asíu eða Ameríku. Liðin geta verið að hagnast mikið á þessum æfingaferðum sínum og þess vegna eru þær góðar fyrir gjaldkerann en geta oft tekið á fyrir leikmennina sjálfa sem eru náttúrulega að passa upp á það að koma sem best undirbúnir inn í mótið. BBC hefur tekið öll þessi ferðalög saman og komist að því að liðin tuttugu sem skipa ensku úrvalsdeildina á komandi tímabili munu ferðast samtals 172.413 mílur eða yfir 277 þúsund kílómetra í aðdraganda mótsins. Ekkert lið kemst þó með tærnar þar sem Tottenham hefur hælana þegar kemur að ferðlögum í sumar. Liðsmenn Tottenham munu ferðast 22.468 mílur eða rúmlega 36 þúsund kílómetra en innifalið er ferð liðsins til Ástralíu. Það er aftur á móti Watford sem ferðast minnst eða "aðeins" 1.632 mílur eða 2.626 kílómetra. Það er aðeins sjö prósent af ferðalögum Tottenham-manna. Félögin tuttugu fara alls til tuttugu landa en flestir leikjanna fara fram í Bandaríkjunum eða sautján þeirra. Ellefu leikir verða spilaðir í Austurríki. Það er hægt að sjá nánari útlistun BBC-manna á ferðalögum ensku liðanna með því að smella hér en hér fyrir neðan er listinn yfir hvaða lið ferðast mest fram að fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Lengstu ferðalög liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið: 1. Tottenham - 22.468 mílur eða 36.159 kílómetrar 2. Chelsea - 14.345 mílur eða 23.086 kílómetrar 3. Liverpool - 12.625 mílur eða 20.318 kílómetrar 4. West Ham - 12.590 mílur eða 20.262 kílómetrar 5. Leicester City - 12.415 mílur eða 19.980 kílómetrar 6. Arsenal - 12.143 mílur eða 19.542 kílómetrar 7. Manchester City - 12.071 mílur eða 19.426 kílómetrar 8. Manchester United - 11.442 mílur eða 18.414 kílómetrar 9. Crystal Palace - 10.939 mílur eða 17.605 kílómetrar 10. Stoke City - 9.624 mílur eða 15.488 kílómetrar 11. Swansea City - 8.192 mílur eða 13.184 kílómetrar 12. Bournemouth - 8.134 mílur eða 13.090 kílómetrar 13. Southampton - 8.071 mílur eða 12.989 kílómetrar 14. Middlesbrough - 4.750 mílur eða 7.644 kílómetrar 15. West Brom - 3.544 mílur eða 5.704 kílómetrar 16. Everton - 1.906 mílur eða 3.067 kílómetrar 17. Sunderland - 1.900 mílur eða 3.058 kílómetrar 18. Hull City - 1.862 mílur eða 2.997 kílómetrar 19. Burnley - 1.740 mílur eða 2.800 kílómetrar 20. Watford - 1.632 mílur eða 2.626 kílómetrar
Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu Sjá meira