Vill meina að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2016 18:45 Astma- og ofnæmissjúklingar leggjast gegn því að gæludýrum verði hleypt í strætisvagna líkt og tillaga er um. Varaformaður félags þeirra segir þetta þýða að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi. Stjórnarmaður í stjórn Strætó bs. segir að reynt verði að taka tillit til allra aðila ef af verður. Stjórn Strætó bs. er með það til skoðunar að leyfa fólki að koma með gæludýr með sér í strætisvagna sína. Slík er ekki leyfilegt í dag en af verður þurfa dýrin annað hvort að vera í búri eða í bandi. „Það hafa komið fram margar óskir og áhugi að gæludýraeigendur geti komist með dýrin sín til læknis, í heimsóknir og þeir sem eiga ekki bíl og hafa ekki efni á leigubíl eða komast ekki á milli staða, að þeir fái tækifæri til að fara með strætó,“ segir Sverrir Óskarsson bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Kópavogi og stjórnarmaður í stjórn Strætó. Vinnuhópur á vegum Strætó hefur farið ítarlega yfir málið og skilaði hann skýrslu um það í byrjun sumars. Meðal annars var leitað eftir áliti frá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands sem leggst gegn því að dýrunum verði hleypt inn í vagnana. „Við náttúrulega erum að vinna fyrir okkar félagsmenn og þeir eru mjög margir að skrifa og hringja og eru mjög mótfallnir þessu og bara óttast þetta mjög mikið,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir varaformaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. Hólmfríður segir töluvert um að félagsmenn hafi samband til að ræða málið enda valdi það þeim miklum áhyggjum. „Þetta verður svolítið rússnesk rúlletta. Ég meina fólk hefur náttúrulega dáið úr ofnæmissjokki, það er bara, þó svo að það sé kannski ekki mjög algengt með dýr en þeir sem eru með mikið ofnæmið þetta er stór óttafaktór í þeirra lífi. Þannig að auðvitað vilja þeir reyna einhvern veginn að komast hjá því,“ segir Hólmfríður Sverrir á von á að stjórn Strætó fari yfir málið í haust og þá verði hugsanlega farið í gang með tilraunaverkefni. Hann segir að reynt verði að taka tillit til allra aðila. „Við ætlum að stíga þetta rólega þannig að ég held að það geti verið góð sátt um þetta,“ segir Sverrir. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Astma- og ofnæmissjúklingar leggjast gegn því að gæludýrum verði hleypt í strætisvagna líkt og tillaga er um. Varaformaður félags þeirra segir þetta þýða að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi. Stjórnarmaður í stjórn Strætó bs. segir að reynt verði að taka tillit til allra aðila ef af verður. Stjórn Strætó bs. er með það til skoðunar að leyfa fólki að koma með gæludýr með sér í strætisvagna sína. Slík er ekki leyfilegt í dag en af verður þurfa dýrin annað hvort að vera í búri eða í bandi. „Það hafa komið fram margar óskir og áhugi að gæludýraeigendur geti komist með dýrin sín til læknis, í heimsóknir og þeir sem eiga ekki bíl og hafa ekki efni á leigubíl eða komast ekki á milli staða, að þeir fái tækifæri til að fara með strætó,“ segir Sverrir Óskarsson bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Kópavogi og stjórnarmaður í stjórn Strætó. Vinnuhópur á vegum Strætó hefur farið ítarlega yfir málið og skilaði hann skýrslu um það í byrjun sumars. Meðal annars var leitað eftir áliti frá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands sem leggst gegn því að dýrunum verði hleypt inn í vagnana. „Við náttúrulega erum að vinna fyrir okkar félagsmenn og þeir eru mjög margir að skrifa og hringja og eru mjög mótfallnir þessu og bara óttast þetta mjög mikið,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir varaformaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. Hólmfríður segir töluvert um að félagsmenn hafi samband til að ræða málið enda valdi það þeim miklum áhyggjum. „Þetta verður svolítið rússnesk rúlletta. Ég meina fólk hefur náttúrulega dáið úr ofnæmissjokki, það er bara, þó svo að það sé kannski ekki mjög algengt með dýr en þeir sem eru með mikið ofnæmið þetta er stór óttafaktór í þeirra lífi. Þannig að auðvitað vilja þeir reyna einhvern veginn að komast hjá því,“ segir Hólmfríður Sverrir á von á að stjórn Strætó fari yfir málið í haust og þá verði hugsanlega farið í gang með tilraunaverkefni. Hann segir að reynt verði að taka tillit til allra aðila. „Við ætlum að stíga þetta rólega þannig að ég held að það geti verið góð sátt um þetta,“ segir Sverrir.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira