Alvarlegt ef Strætó fer ekki eftir eigin útboðsreglum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. júní 2016 13:45 Strætó Bs. er gert að greiða Iceland Excursion Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur fyrir að fara ekki eftir eigin útboðsskilmálum. Stjórnarformaður Allrahanda segir það alvarlegt mál ef að byggðasamlög á borð við Strætó fylgi ekki viðurkenndum samkeppnissjónarmiðum. Þetta er mat Þóris Garðarssonar stjórnarformanns Iceland Excursion Allrahanda ehf. Allrahanda stefndi Strætó vegna niðurstöðu lokaðs útboðs árið 2010 en í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á fimmtudaginn er Strætó gert að greiða Allrahanda 100 milljónir króna auk vaxta og málskostnað upp á 7,5 milljónir. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Í útboðslýsingu voru til að mynda settar lágmarkskröfur á gæði strætisvagna sem nota átti en Strætó mun hafa gengist við tilboði Hagvagna hf. sem hafi ekki uppfyllt útboðsskilmála.Þórir Garðarsson stjórnarformaður Allrahands ehf.Stjórn strætó, sem er mönnuð sveitastjórnarfulltrúum af höfuðborgarsvæðinu, tók ákvörðunina. Allrahanda krafðist mun hærri skaðabóta en fyrirtækinu voru dæmdar að sögn Þóris, en dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. „Við erum ósáttir við þessar bætur sem héraðsdómur ákveður. Héraðsdómur ákvað að vísa til hliðar þremur matsgerðum í þessu máli sem hljóða upp á um 500 milljónir króna hver sem er hagnaðurinn sem fyrirtækið verður af vegna þessa verkefnis,“ segir hann.Hverja telurðu ástæðu þess að Strætó fer ekki eftir eigin reglum? „Það er þeirra að svara til um það. Þetta er annar dómur sem fellur í málinu varðandi þetta útboð áður hafði Teitur Jónasson farið í mál og þar var staðfest að þeir fóru á svig á lög um útboð. Það sama stendur í þessu máli en þeir verða að svara fyrir það sjálfir afhverju þeir fóru ekki eftir reglum sem þeir sjálfir settu.“Telurðu það alvarlegt mál að byggðarsamlög á borð við Strætó fari ekki eftir eigin útboðsreglum? „Það er mjög alvarlegt mál og sérstaklega þegar menn setja sér metnaðarfullar reglur sem er svo ekki farið eftir,“ segir Þórir. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Strætó Bs. er gert að greiða Iceland Excursion Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur fyrir að fara ekki eftir eigin útboðsskilmálum. Stjórnarformaður Allrahanda segir það alvarlegt mál ef að byggðasamlög á borð við Strætó fylgi ekki viðurkenndum samkeppnissjónarmiðum. Þetta er mat Þóris Garðarssonar stjórnarformanns Iceland Excursion Allrahanda ehf. Allrahanda stefndi Strætó vegna niðurstöðu lokaðs útboðs árið 2010 en í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll á fimmtudaginn er Strætó gert að greiða Allrahanda 100 milljónir króna auk vaxta og málskostnað upp á 7,5 milljónir. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun. Í útboðslýsingu voru til að mynda settar lágmarkskröfur á gæði strætisvagna sem nota átti en Strætó mun hafa gengist við tilboði Hagvagna hf. sem hafi ekki uppfyllt útboðsskilmála.Þórir Garðarsson stjórnarformaður Allrahands ehf.Stjórn strætó, sem er mönnuð sveitastjórnarfulltrúum af höfuðborgarsvæðinu, tók ákvörðunina. Allrahanda krafðist mun hærri skaðabóta en fyrirtækinu voru dæmdar að sögn Þóris, en dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. „Við erum ósáttir við þessar bætur sem héraðsdómur ákveður. Héraðsdómur ákvað að vísa til hliðar þremur matsgerðum í þessu máli sem hljóða upp á um 500 milljónir króna hver sem er hagnaðurinn sem fyrirtækið verður af vegna þessa verkefnis,“ segir hann.Hverja telurðu ástæðu þess að Strætó fer ekki eftir eigin reglum? „Það er þeirra að svara til um það. Þetta er annar dómur sem fellur í málinu varðandi þetta útboð áður hafði Teitur Jónasson farið í mál og þar var staðfest að þeir fóru á svig á lög um útboð. Það sama stendur í þessu máli en þeir verða að svara fyrir það sjálfir afhverju þeir fóru ekki eftir reglum sem þeir sjálfir settu.“Telurðu það alvarlegt mál að byggðarsamlög á borð við Strætó fari ekki eftir eigin útboðsreglum? „Það er mjög alvarlegt mál og sérstaklega þegar menn setja sér metnaðarfullar reglur sem er svo ekki farið eftir,“ segir Þórir.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira