Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2016 14:42 Vegurinn í Berufirði á Austfjörðum í gærkvöldi. vísir/friðrik árnason/loftmyndir.is „Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
„Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður en mynd af veginum sem Friðrik deildi á Facebook-síðu vegagerðarinnar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Myndin sýnir slæmt ástand vegkaflans sem byrjar við bæinn Lindarbrekku, liggur um fjarðarbotninn og endar við bæinn Hvannabrekku. Friðrik fer um veginn um það bil 50 sinnum á ári og segir það ekki marga daga á ári sem vegurinn sé góður. „Þetta er bara þvottabretti og mjög leiðinlegt. Þetta hefur verið svona í allavega 30 ár en það eru nú ekki mörg ár síðan þáverandi samgönguráðherra sagði að nú væri búið að malbika allan hringveginn en það er bara ekki þannig,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað erlendir ferðamenn sem koma á hótelið til hans segja um veginn svarar hann: „Þeir eru náttúrulega bara stórhneykslaðir á okkur og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“Hvimleitt ástand fyrir íbúa sem keyra veginn oft Friðrik segir íbúa ekki vita hvenær búið verði að malbika veginn enda hafi verkinu ítrekað verið seinkað síðustu ár. „Þetta er einfaldlega mjög hvimleitt, ekki síst fyrir okkur íbúa hér í Berufirði sem keyrum veginn mörgum sinnum á ári. Það springa þarna dekk reglulega og svona vegur eyðileggur einfaldlega bílana,“ segir Friðrik. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að vinna að útboðsgögnum vegna malbikunar umrædds vegkafla. Reiknað er með að farið verði í útboð síðar á árinu. Framkvæmdir verða svo á árunum 2017 og 2018 og er reyndar búist við verklokum árið 2018. Um heilmikla vegagerð er að ræða að sögn G. Péturs þar sem meðal annars verður farin ný leið yfir fjarðarbotninn með nýrri brú.Landeigendur og sveitarstjórnir ekki verið sammála um veglínunaEn hvers vegna hefur tekið svo langan tíma að gera við vegkaflann? „Það skýrist aðallega af því að landeigendur og sveitarstjórnir hafa ekki komið sér saman um hvernig þau vilja hafa þetta þannig að það hefur ekki staðið neitt á Vegagerðinni að leggja þarna nýjan veg,“ segir G. Pétur og bætir við að það sé oft flókið mál í vegagerð hvar sé best að fara því taka þurfi tillit til ýmissa mismunandi sjónarmiða og hagsmuna. Nú sé hins vegar allt orðið klárt; sveitarstjórnarmenn séu sáttir við veglínuna og verið sé að semja við landeigendur um að fá bætur fyrir sitt land. Þá er fjármagn á samgönguáætlun, sem reyndar er ekki búið að samþykkja, en G. Pétur telur þó að fjármagn muni fást til framkvæmdanna.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira