Konur á verri kjörum en karlar allt lífið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM vill ráðast að rótum vandans sem hún segir kerfisvanda. Hún vill skýringar um aukinn launamun hjá Sambandi sveitarfélaga og ríki. Mynd/BHM „Við munum leita svara hjá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Kynbundinn launamunur meðal félagsmanna BHM var 11,7 prósent árið 2015. Það sýna niðurstöður kjarakönnunar sem var gerð á vegum bandalagsins. Meðal svarenda sem störfuðu hjá ríki og öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg jókst kynbundinn launamunur milli kannana, en minnkaði á meðal svarenda sem störfuðu hjá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum. „Það sem veldur mestum vonbrigðum er að launamunur kynjanna er að aukast en ekki að minnka, og þá erum við að tala um leiðréttan launamun,“ segir Þórunn. Sambærileg könnun sem var gerð í fyrra sýndi að kynbundinn launamunur var 9,4 prósent. Þá er átt við þann launamun sem eftir stendur þegar laun beggja kynja hafa verið uppfærð miðað við 100 prósent starf og leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum ýmissa þátta á heildargreiðslur, s.s. mismunandi starfshlutfalls og vinnustundafjölda, menntunar, aldurs og ábyrgðar í starfi. „Ekki síður þarf að skoða óleiðréttan launamun sem er rétt tæplega 18 prósent, hann segir okkur meiri sögu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Þessi niðurstaða könnunar okkar veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. „Þetta er kerfisvandi og hér eru stærstu vinnuveitendur á landinu, ríki og önnur sveitarfélög en Reykjavík, ekki að standa sig þegar kemur að því að meta fólk til starfa eða meta framgang í starfi. Það er skoðunarefni. Umfang vandans er það mikið að við erum að tala um mannréttindabrot. Þetta eru brot á lögum og það verður að taka á þeim á öllum vinnumarkaðnum,“ segir Þórunn og minnir á að vandinn sé ekki vandi kvenna. „Þetta er vandi samfélagins, á endanum er það þannig að ævitekjur kvenna eru lægri en karla vegna misréttisins, þær fá lægri lífeyri og eru á verri kjörum allt lífið, þetta er risastórt samfélagsmál,“ segir Þórunn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Við munum leita svara hjá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Kynbundinn launamunur meðal félagsmanna BHM var 11,7 prósent árið 2015. Það sýna niðurstöður kjarakönnunar sem var gerð á vegum bandalagsins. Meðal svarenda sem störfuðu hjá ríki og öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg jókst kynbundinn launamunur milli kannana, en minnkaði á meðal svarenda sem störfuðu hjá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum. „Það sem veldur mestum vonbrigðum er að launamunur kynjanna er að aukast en ekki að minnka, og þá erum við að tala um leiðréttan launamun,“ segir Þórunn. Sambærileg könnun sem var gerð í fyrra sýndi að kynbundinn launamunur var 9,4 prósent. Þá er átt við þann launamun sem eftir stendur þegar laun beggja kynja hafa verið uppfærð miðað við 100 prósent starf og leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum ýmissa þátta á heildargreiðslur, s.s. mismunandi starfshlutfalls og vinnustundafjölda, menntunar, aldurs og ábyrgðar í starfi. „Ekki síður þarf að skoða óleiðréttan launamun sem er rétt tæplega 18 prósent, hann segir okkur meiri sögu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Þessi niðurstaða könnunar okkar veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. „Þetta er kerfisvandi og hér eru stærstu vinnuveitendur á landinu, ríki og önnur sveitarfélög en Reykjavík, ekki að standa sig þegar kemur að því að meta fólk til starfa eða meta framgang í starfi. Það er skoðunarefni. Umfang vandans er það mikið að við erum að tala um mannréttindabrot. Þetta eru brot á lögum og það verður að taka á þeim á öllum vinnumarkaðnum,“ segir Þórunn og minnir á að vandinn sé ekki vandi kvenna. „Þetta er vandi samfélagins, á endanum er það þannig að ævitekjur kvenna eru lægri en karla vegna misréttisins, þær fá lægri lífeyri og eru á verri kjörum allt lífið, þetta er risastórt samfélagsmál,“ segir Þórunn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira