Stórir aðilar sátu hjá í útboðinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júní 2016 07:00 Már Guðmundsson „Þetta er tvíbent á vissan hátt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um niðurstöður aflandskrónaútboðs Seðlabanka Íslands. Útboðið fór fram 16. júní en niðurstaða þess var kynnt í gær. Seðlabankinn hefur ákveðið að taka öllum tilboðum sem bárust á genginu 190 krónur á hverja evru eða lægra. Alls bárust 1.646 tilboð og var 1.619 tilboðum tekið. Fjárhæð samþykktra tilboða nam rúmlega 72 milljörðum króna af tæplega 178 milljörðum króna sem boðnar voru í útboðinu. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands minnkar um rúmlega 47 milljarða í kjölfar útboðsins. Már Guðmundsson segir að fjöldi þátttakenda í útboðinu sé mikill og segir jafnframt að framkvæmd þess hafi tekist vel. „Hins vegar litast útboðið líka af því að stórir aflandskrónaeigendur tóku ýmist ekki þátt eða buðu gengi sem var hagstæðara en ákvarðað útboðsgengi,“ segir Már. Þetta skýri það hvers vegna framboð á aflandskrónum í útboðinu varð ekki meira en raun ber vitni. „Við áttum að vísu alltaf von á því að sá hluti sem er í formi hlutafjár, sem eru kannski 70 milljarðar eða svo, myndi ekki koma enda eiga þeir eigendur kost á að halda í það hlutafé,“ segir Már. Seðlabankinn tilkynnti líka í gær að hann byðist til að kaupa á útboðsgenginu 190 krónur á hverja evru aflandskrónaeignir sem ekki voru seldar í útboðinu. Frestur til að taka tilboðinu rennur út klukkan 10 á mánudaginn og niðurstaða kynnt á miðvikudaginn. „Það er ekki fyrr en það liggur fyrir að við vitum hversu mikið af aflandskrónaeignum losnar,“ segir Már en bætir við að ferlið hafi allt verið hannað þannig að núna sé hægt að fara að snúa sér að því að losa höft á innlenda aðila.Ásgeir Jónsson„Þetta eru væntanlega frekar mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, um niðurstöður útboðsins. Hann segir hugsanlegt að stórir vogunarsjóðir kunni að fara með málið fyrir dómstóla. „Maður áttar sig ekki á því hvort það sé einungis hægt fyrir íslenskum dómstólum eða hvort þeir sjái fyrir sér að fara fyrir Evrópudómstólinn á grundvelli þess að verið sé að mismuna fólki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta er tvíbent á vissan hátt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um niðurstöður aflandskrónaútboðs Seðlabanka Íslands. Útboðið fór fram 16. júní en niðurstaða þess var kynnt í gær. Seðlabankinn hefur ákveðið að taka öllum tilboðum sem bárust á genginu 190 krónur á hverja evru eða lægra. Alls bárust 1.646 tilboð og var 1.619 tilboðum tekið. Fjárhæð samþykktra tilboða nam rúmlega 72 milljörðum króna af tæplega 178 milljörðum króna sem boðnar voru í útboðinu. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands minnkar um rúmlega 47 milljarða í kjölfar útboðsins. Már Guðmundsson segir að fjöldi þátttakenda í útboðinu sé mikill og segir jafnframt að framkvæmd þess hafi tekist vel. „Hins vegar litast útboðið líka af því að stórir aflandskrónaeigendur tóku ýmist ekki þátt eða buðu gengi sem var hagstæðara en ákvarðað útboðsgengi,“ segir Már. Þetta skýri það hvers vegna framboð á aflandskrónum í útboðinu varð ekki meira en raun ber vitni. „Við áttum að vísu alltaf von á því að sá hluti sem er í formi hlutafjár, sem eru kannski 70 milljarðar eða svo, myndi ekki koma enda eiga þeir eigendur kost á að halda í það hlutafé,“ segir Már. Seðlabankinn tilkynnti líka í gær að hann byðist til að kaupa á útboðsgenginu 190 krónur á hverja evru aflandskrónaeignir sem ekki voru seldar í útboðinu. Frestur til að taka tilboðinu rennur út klukkan 10 á mánudaginn og niðurstaða kynnt á miðvikudaginn. „Það er ekki fyrr en það liggur fyrir að við vitum hversu mikið af aflandskrónaeignum losnar,“ segir Már en bætir við að ferlið hafi allt verið hannað þannig að núna sé hægt að fara að snúa sér að því að losa höft á innlenda aðila.Ásgeir Jónsson„Þetta eru væntanlega frekar mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, um niðurstöður útboðsins. Hann segir hugsanlegt að stórir vogunarsjóðir kunni að fara með málið fyrir dómstóla. „Maður áttar sig ekki á því hvort það sé einungis hægt fyrir íslenskum dómstólum eða hvort þeir sjái fyrir sér að fara fyrir Evrópudómstólinn á grundvelli þess að verið sé að mismuna fólki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira