Lengri barátta ekki endilega endað öðruvísi Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir lágt fylgi Davíðs eitt af stóru tíðindunum í kosingabaráttunni. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Kjörsóknin í nýliðnum forsetakosningum, sem mældist 75,7 prósent, var í takt við kosningu nýs forseta. Hún var minni fyrir fjórum árum þar sem þjóðin var ekki að kjósa sér nýjan forseta á kjördag. Þetta er mat Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir ómögulegt að segja hvort baráttan hefði endað öðruvísi ef hún hefði verið lengri. „Kjörsókn á Íslandi hefur í rauninni verið há. Hér er rótgróin og mjög sterk lýðræðishefð, þó að þetta embætti sé sérkennilegt, þá hafa Íslendingar mikinn áhuga á því. Svo kom smávægileg hreyfing á þetta þegar fylgið fór á hreyfingu í lokin,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að niðurstaðan hefði svo sem ekki endilega orðið önnur ef kosningabaráttan hefði verið lengri. Ég myndi halda að Halla hafi toppað á alveg hárréttum tíma, mikil fylgisaukning í einu hendingsstökki án þess þó að vera meðhöndluð í kosningabaráttunni sem mögulegur forseti. Hún fer óáreitt í gegnum kosningabaráttuna, aðrir frambjóðendur líta ekki á hana sem keppinaut og fjölmiðlar krefja hana ekki svara um feril sinn eins og gert er þegar að fólk á möguleika á kjöri. Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni.“ Eiríkur telur þó erfitt að meta áhrif þess á fylgið. Eiríkur segir fylgi Davíðs Oddsonar eitt af stórtíðindunum í kosningabaráttunni. „Hann var lang gagnrýnastur á Guðna og gerði veigamestu tilraunirnar til þess að vega að honum og sá tónn og bragur kannski fellur ekkert sérstaklega vel að forsetakjöri. Þetta er annars konar embætti heldur en átakavettvangur stjórnmálanna og ég er ekki viss um að fólki líki sérstaklega vel við þann tón. Ég hugsa að sú útgáfa sem við sáum í sjónvarpinu á kosningakvöldi hafi verið mun vænlegri til árangurs."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Kjörsóknin í nýliðnum forsetakosningum, sem mældist 75,7 prósent, var í takt við kosningu nýs forseta. Hún var minni fyrir fjórum árum þar sem þjóðin var ekki að kjósa sér nýjan forseta á kjördag. Þetta er mat Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir ómögulegt að segja hvort baráttan hefði endað öðruvísi ef hún hefði verið lengri. „Kjörsókn á Íslandi hefur í rauninni verið há. Hér er rótgróin og mjög sterk lýðræðishefð, þó að þetta embætti sé sérkennilegt, þá hafa Íslendingar mikinn áhuga á því. Svo kom smávægileg hreyfing á þetta þegar fylgið fór á hreyfingu í lokin,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að niðurstaðan hefði svo sem ekki endilega orðið önnur ef kosningabaráttan hefði verið lengri. Ég myndi halda að Halla hafi toppað á alveg hárréttum tíma, mikil fylgisaukning í einu hendingsstökki án þess þó að vera meðhöndluð í kosningabaráttunni sem mögulegur forseti. Hún fer óáreitt í gegnum kosningabaráttuna, aðrir frambjóðendur líta ekki á hana sem keppinaut og fjölmiðlar krefja hana ekki svara um feril sinn eins og gert er þegar að fólk á möguleika á kjöri. Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni.“ Eiríkur telur þó erfitt að meta áhrif þess á fylgið. Eiríkur segir fylgi Davíðs Oddsonar eitt af stórtíðindunum í kosningabaráttunni. „Hann var lang gagnrýnastur á Guðna og gerði veigamestu tilraunirnar til þess að vega að honum og sá tónn og bragur kannski fellur ekkert sérstaklega vel að forsetakjöri. Þetta er annars konar embætti heldur en átakavettvangur stjórnmálanna og ég er ekki viss um að fólki líki sérstaklega vel við þann tón. Ég hugsa að sú útgáfa sem við sáum í sjónvarpinu á kosningakvöldi hafi verið mun vænlegri til árangurs."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira