Lengri barátta ekki endilega endað öðruvísi Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir lágt fylgi Davíðs eitt af stóru tíðindunum í kosingabaráttunni. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Kjörsóknin í nýliðnum forsetakosningum, sem mældist 75,7 prósent, var í takt við kosningu nýs forseta. Hún var minni fyrir fjórum árum þar sem þjóðin var ekki að kjósa sér nýjan forseta á kjördag. Þetta er mat Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir ómögulegt að segja hvort baráttan hefði endað öðruvísi ef hún hefði verið lengri. „Kjörsókn á Íslandi hefur í rauninni verið há. Hér er rótgróin og mjög sterk lýðræðishefð, þó að þetta embætti sé sérkennilegt, þá hafa Íslendingar mikinn áhuga á því. Svo kom smávægileg hreyfing á þetta þegar fylgið fór á hreyfingu í lokin,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að niðurstaðan hefði svo sem ekki endilega orðið önnur ef kosningabaráttan hefði verið lengri. Ég myndi halda að Halla hafi toppað á alveg hárréttum tíma, mikil fylgisaukning í einu hendingsstökki án þess þó að vera meðhöndluð í kosningabaráttunni sem mögulegur forseti. Hún fer óáreitt í gegnum kosningabaráttuna, aðrir frambjóðendur líta ekki á hana sem keppinaut og fjölmiðlar krefja hana ekki svara um feril sinn eins og gert er þegar að fólk á möguleika á kjöri. Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni.“ Eiríkur telur þó erfitt að meta áhrif þess á fylgið. Eiríkur segir fylgi Davíðs Oddsonar eitt af stórtíðindunum í kosningabaráttunni. „Hann var lang gagnrýnastur á Guðna og gerði veigamestu tilraunirnar til þess að vega að honum og sá tónn og bragur kannski fellur ekkert sérstaklega vel að forsetakjöri. Þetta er annars konar embætti heldur en átakavettvangur stjórnmálanna og ég er ekki viss um að fólki líki sérstaklega vel við þann tón. Ég hugsa að sú útgáfa sem við sáum í sjónvarpinu á kosningakvöldi hafi verið mun vænlegri til árangurs."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Kjörsóknin í nýliðnum forsetakosningum, sem mældist 75,7 prósent, var í takt við kosningu nýs forseta. Hún var minni fyrir fjórum árum þar sem þjóðin var ekki að kjósa sér nýjan forseta á kjördag. Þetta er mat Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir ómögulegt að segja hvort baráttan hefði endað öðruvísi ef hún hefði verið lengri. „Kjörsókn á Íslandi hefur í rauninni verið há. Hér er rótgróin og mjög sterk lýðræðishefð, þó að þetta embætti sé sérkennilegt, þá hafa Íslendingar mikinn áhuga á því. Svo kom smávægileg hreyfing á þetta þegar fylgið fór á hreyfingu í lokin,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að niðurstaðan hefði svo sem ekki endilega orðið önnur ef kosningabaráttan hefði verið lengri. Ég myndi halda að Halla hafi toppað á alveg hárréttum tíma, mikil fylgisaukning í einu hendingsstökki án þess þó að vera meðhöndluð í kosningabaráttunni sem mögulegur forseti. Hún fer óáreitt í gegnum kosningabaráttuna, aðrir frambjóðendur líta ekki á hana sem keppinaut og fjölmiðlar krefja hana ekki svara um feril sinn eins og gert er þegar að fólk á möguleika á kjöri. Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni.“ Eiríkur telur þó erfitt að meta áhrif þess á fylgið. Eiríkur segir fylgi Davíðs Oddsonar eitt af stórtíðindunum í kosningabaráttunni. „Hann var lang gagnrýnastur á Guðna og gerði veigamestu tilraunirnar til þess að vega að honum og sá tónn og bragur kannski fellur ekkert sérstaklega vel að forsetakjöri. Þetta er annars konar embætti heldur en átakavettvangur stjórnmálanna og ég er ekki viss um að fólki líki sérstaklega vel við þann tón. Ég hugsa að sú útgáfa sem við sáum í sjónvarpinu á kosningakvöldi hafi verið mun vænlegri til árangurs."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira