Yfirlýsing frá Eyjamönnum: Ætla áfram að mæta bæði þörfum drengja og stúlkna Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 22:19 Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Mynd/Af Facebook-síðu Orkumótsins Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Stúlkan var valinn í landsleikinn sem fulltrúi Gróttu á Seltjarnarnesi en hún hefur æft og leikið með 6. flokki drengja hjá félaginu. Stúlkur hafa fengið að keppa á mótinu en fulltrúi Gróttu fékk ekki að vera með í landsleiknum á þeim forsendum að Orkumótið væri drengjamót. Sú ákvörðun hefur víða verið gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að stúlkum hafi verið leyfð þátttaka í liðum frá litlum félögum á landsbyggðinni undanfarin ár, svo að sem flestir krakkar fái að spila á stórmóti. Þar er bent á að sambærilegt mót fyrir stúlkur var haldið í Vestmannaeyjum fyrir um tveimur vikum, þar sem einnig fór fram landsleikur.Sjá einnig: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ „Þessi iðkandi mun vonandi fá tækifæri til að spila slíkan leik þegar og ef hún mætir á TM-mótið í Eyjum í 5. flokki stúlkna,“ segir í tilkynningunni, sem fulltrúi Orkumótsnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV skrifa undir. Aðstandendur mótsins segja að mótin hafi verið kynjaskipt í samræmi við stefnu KSÍ. „Ef knattspyrnuhreyfingin telur það íþróttinni og iðkendum til framdráttar að hætta að spila í kynjaskiptum liðum á mótum á borð við Orkumót og TM-mót, þá mun ÍBV íþróttafélag taka fyrirkomulag þessara móta til endurskoðunar,“ segir jafnframt. „Ef ekki munum við [hafa mótin kynjaskipt áfram] í þeirri von að þannig séum við að mæta þörfum bæði drengja og stúlkna.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Íþróttafélagið ÍBV og skipuleggjendur Orkumótsins í fótbolta hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls tíu ára stúlku sem fékk ekki að keppa í svokölluðu landsliði mótsins. Stúlkan var valinn í landsleikinn sem fulltrúi Gróttu á Seltjarnarnesi en hún hefur æft og leikið með 6. flokki drengja hjá félaginu. Stúlkur hafa fengið að keppa á mótinu en fulltrúi Gróttu fékk ekki að vera með í landsleiknum á þeim forsendum að Orkumótið væri drengjamót. Sú ákvörðun hefur víða verið gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að stúlkum hafi verið leyfð þátttaka í liðum frá litlum félögum á landsbyggðinni undanfarin ár, svo að sem flestir krakkar fái að spila á stórmóti. Þar er bent á að sambærilegt mót fyrir stúlkur var haldið í Vestmannaeyjum fyrir um tveimur vikum, þar sem einnig fór fram landsleikur.Sjá einnig: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ „Þessi iðkandi mun vonandi fá tækifæri til að spila slíkan leik þegar og ef hún mætir á TM-mótið í Eyjum í 5. flokki stúlkna,“ segir í tilkynningunni, sem fulltrúi Orkumótsnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV skrifa undir. Aðstandendur mótsins segja að mótin hafi verið kynjaskipt í samræmi við stefnu KSÍ. „Ef knattspyrnuhreyfingin telur það íþróttinni og iðkendum til framdráttar að hætta að spila í kynjaskiptum liðum á mótum á borð við Orkumót og TM-mót, þá mun ÍBV íþróttafélag taka fyrirkomulag þessara móta til endurskoðunar,“ segir jafnframt. „Ef ekki munum við [hafa mótin kynjaskipt áfram] í þeirri von að þannig séum við að mæta þörfum bæði drengja og stúlkna.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var valin besti leikmaður Pæjumótsins á sínum tíma, en fékk ekki verðlaunin. 26. júní 2016 19:07
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30