Innlent

Íslandsmeistari í fyrsta sinn í nítján ár

Bjarki Ármannsson skrifar
Skákþingið fór fram í Tónlistarskóla Seltjarnarness.
Skákþingið fór fram í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Mynd/Skák.is
Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák og lögfræðingur, tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í skák. Jóhann vann nafna sinn Ingvason í síðustu viðureign sinni á Skákþingi Íslands en helsti keppinautur hans, Héðinn Steingrímsson, varð að gera sér að góðu jafntefli gegn Einari Hjalta Jenssyni.

Jóhann er einn þekktasti og sigursælasti skákmaður Íslands frá upphafi en hann hefur tiltölulega lítið teflt undanfarin ár. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitillinn hans frá upphafi og sá fyrsti í nítján ár. Hann var eini taplausi keppandi mótsins og hlaut 8,5 vinninga í ellefu skákum.

Vísir hefur fjallað nokkuð um skákþingið að undanförnu en það var bæði jafnt og viðburðaríkt. Til að mynda hætti Hjörvar Steinn Grétarsson, sem var stigahæstur keppenda fyrir mótið, keppni í gær eftir afleita byrjun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×