Landbúnaðarháskólinn axlar loftslagsverkefni Svavar Hávarðsson skrifar 13. júní 2016 07:00 Mikil tækifæri eru til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti með skógrækt og landgræðslu. Vísir/GVA Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), skrifuðu fyrir helgi undir tvo samninga um verkefni sem LbhÍ sinnir varðandi verkefni í sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Annar samningurinn snýr að bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu koldíoxíðs í gróðri og jarðvegi. Hinn samningurinn snýr að upplýsingagjöf og greiningu fyrir vegvísi um minnkun losunar frá landbúnaði í samvinnu ráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands. Landbúnaður og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en einnig eru þar tækifæri til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti með skógrækt, landgræðslu og fleiri aðgerðum. Skylda er að telja fram losun af þessu tagi samkvæmt Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og heimilt er að telja sér til tekna tilteknar aðgerðir í kolefnisbindingu samkvæmt ákvæðum Kýótó-bókunarinnar. Loftslagsbókhald tengt landbúnaði og landnotkun er um margt flóknara en fyrir aðra þætti, s.s. orkunotkun og iðnað, og krefst góðrar vísindalegrar undirstöðu. Mikil þekking á þessu sviði er í LbhÍ. Meðal annars hafa sérfræðingar skólans sýnt fram á mikla losun frá framræstu votlendi og á grundvelli þeirra rannsókna fékk Ísland samþykkt á vegum Kýótó-bókunarinnar að ríki gætu talið sér endurheimt votlendis til tekna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þess sé vænst að samningarnir við LbhÍ muni styðja við stefnu Íslands í loftslagsmálum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), skrifuðu fyrir helgi undir tvo samninga um verkefni sem LbhÍ sinnir varðandi verkefni í sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Annar samningurinn snýr að bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu koldíoxíðs í gróðri og jarðvegi. Hinn samningurinn snýr að upplýsingagjöf og greiningu fyrir vegvísi um minnkun losunar frá landbúnaði í samvinnu ráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands. Landbúnaður og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en einnig eru þar tækifæri til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti með skógrækt, landgræðslu og fleiri aðgerðum. Skylda er að telja fram losun af þessu tagi samkvæmt Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og heimilt er að telja sér til tekna tilteknar aðgerðir í kolefnisbindingu samkvæmt ákvæðum Kýótó-bókunarinnar. Loftslagsbókhald tengt landbúnaði og landnotkun er um margt flóknara en fyrir aðra þætti, s.s. orkunotkun og iðnað, og krefst góðrar vísindalegrar undirstöðu. Mikil þekking á þessu sviði er í LbhÍ. Meðal annars hafa sérfræðingar skólans sýnt fram á mikla losun frá framræstu votlendi og á grundvelli þeirra rannsókna fékk Ísland samþykkt á vegum Kýótó-bókunarinnar að ríki gætu talið sér endurheimt votlendis til tekna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þess sé vænst að samningarnir við LbhÍ muni styðja við stefnu Íslands í loftslagsmálum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira