Flestir myndu kjósa rafrænt Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira