Flestir myndu kjósa rafrænt Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira