Innlent

Maður sem kveikti í lifandi kanínu má ekki lengur hafa dýr í umsjón sinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Kveikt var í kanínu í Garðabæ í ársbyrjun 2012.
Kveikt var í kanínu í Garðabæ í ársbyrjun 2012. Vísir/Stefán
Karlmaður á sextugsaldri var í gær dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi við Héraðsdóm Norðurlands eystra fyrir ýmis brot á lögum um ávana- og fíkniefni, lögum um dýravernd og vopnalögum.

Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa aflífað kanínu á „sérstaklega grimmilegan og þjáningafullan hátt“ með því að hafa bundið hana lifandi með vír við brunahana, hellt yfir hana bensíni og kveikt í henni í janúar í fyrra. Kanínuna hafði hann keypt í gæludýrabúð skammt frá.

Maðurinn játaði þetta brot fyrir dómi. Ekki var fallist á það með skipuðum verjanda mannsins að ekki yrði byggt á því að aflífun kanínunnar hefði verið henni þjáningarfull, þar sem maðurinn hefði notað mikið bensín og hún drepist samstundis.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa þrívegis haft í fórum sínum allt að þrjátíu sentímetra langa hnífa og fyrir að hafa haft í vörslum sínum rúm tuttugu grömm af amfetamíni þegar lögregla hafði afskipti af honum í nóvember 2014.

Í dómsorðum kemur fram að maðurinn hefur strítt við geðræn veikindi um langan tíma. Ekki var þó fallist á það með honum að hann yrði metinn ósakhæfur vegna þeirra. Ásamt skilorðsbundnu fangelsi var maðurinn ævilangt sviptur heimild til að hafa dýr í umsjón sinni.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×