Innlent

Kona handtekin grunuð um heimilisofbeldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maður var handtekinn liðna nótt fyrir að skemma lögreglubíl.
Maður var handtekinn liðna nótt fyrir að skemma lögreglubíl. Vísir/Hari
Þó nokkuð margir voru teknir af lögreglu liðna nótt grunaðir um akstur undir áhrifum. Einn ökumannanna var réttindalaus og með bílinn enn á nagladekkjum og þá olli annar umferðaróhappi við Kirkjutorg.

Um hálftólfleytið var svo kona handtekin í Salahverfi grunuð um heimilisofbeldi og eignaspjöll. Hún var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Þá var maður handtekinn í Grafarvogi rétt fyrir klukkan tvö grunaður um hótanir. Hann var einnig vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu. Skömmu síðar var svo annar maður handtekinn í Grafarvogi eftir að hann hafði skemmt lögreglubíl. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×