Innlent

Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 við Bárðarbungu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Bárðarbunga
Bárðarbunga Vísir
Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu upp úr klukkan tvö í nótt. Aðeins einn eftirskjálfti fylgdi. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðustu vikurnar en um miðjan maí mældist skjálfti að stærðinni 4,4 á svæðinu.

Rúmt ár er nú síðan að gosinu í Bárðarbungu lauk og hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast þar síðan í haust. Talið er að hún geti bent til kvikusöfunar og fylgjast sérfræðingar Veðurstofunnar vel með svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×