Innlent

Tuttugu Íslendingar kusu á Spáni

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Bessastaðir baðaðir sól.
Bessastaðir baðaðir sól. Fréttablaðið/GVA
Tuttugu Íslendingar fóru saman að kjósa forseta Íslands utan kjörstaðar hjá ræðismanni Íslands í Benidorm á Spáni í gær. Forsetakosningar fara fram 25. júní næstkomandi.

„Það voru allir voðalega ánægðir með þessa ferð sem við skipulögðum,“ segir Valgarð Reinhardsson, varaformaður Félags húseigenda á Spáni, en félagið skipulagði rútuferð frá Torrevieja á kjörstaðinn í gær. Hann segir að í Torrevieja og á svæðum þar í kring búi yfir þúsund Íslendingar. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×