Nágrannasveitarfélög ræða við Borgarleikhúsið um stuðning Sæunn Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. vísir/stefán Leikfélag Reykjavíkur, sem rekur Borgarleikhúsið, hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórnir annarra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins en Reykjavíkurborgar um að tengjast rekstri leikhússins með beinum hætti. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við óskinni um viðræður. Bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Garðabæjar munu funda með forsvarsmönnum leikhússins. Bæjarráð Kópavogs vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar, bæjarráð Hafnarfjarðar sér sér þó ekki fært að verða við erindinu.Af leiksýningu í BorgarleikhúsinuLjósmynd/Grímur Bjarnason„Þetta er hugmynd sem hefur verið rædd mikið hér síðustu ár, við erum að stíga þetta skref sem við höfum lengi viljað taka,“ segir Kristín. „Við eigum í mjög góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og það eru skólabörn sem njóta sérstaklega aðstöðunnar í Borgarleikhúsinu. Við erum að opna á þá hugmynd að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fari inn í sams konar samstarf og Reykjavíkurborg.“ Árlega eru um 20 til 25 leikverk sýnd samtals 500 til 600 sinnum í Borgarleikhúsinu fyrir um 220 þúsund gesti. Árleg velta félagsins er um 1,5 milljarðar. Rekstrarframlag frá Reykjavíkurborg er um 600 milljónir króna auk húseignar, og sjálfsaflafé er um 900 milljónir króna. „Þetta er hugsað á þeim nótum að sveitarfélögin komi inn í starfsemina með ákveðið fjármagn árlega en fái í staðinn að njóta þessarar sömu þjónustu, sem varðar leikskóla- og grunnskólabörn og eldri borgara. Við erum að opna þetta samtal en það eru engar tölur sem er búið að nefna eða neitt slíkt,“ segir Kristín.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.„Við höfum fengið svar frá Garðabæ um að fá að funda með þeim en við höfum ekki fengið fundarboð frá neinum öðrum. En við höfum fengið jákvæð viðbrögð. Næstu skref eru að sjá hvernig við getum stækkað þetta og látið þetta bæði efla leikhúsið og sveitarfélögin.“ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfestir að hann muni funda með forsvarsmönnum einhvern tímann á næstu vikum. „Mér finnst metnaðurinn og nálgunin mjög góð. En svo er það aftur allt önnur umræða hvort Garðabær taki þátt í að koma að rekstrinum og ég get ekki rætt neina niðurstöðu í því núna." Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hann muni einnig funda með fulltrúum leikhússins á næstunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Leikfélag Reykjavíkur, sem rekur Borgarleikhúsið, hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórnir annarra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins en Reykjavíkurborgar um að tengjast rekstri leikhússins með beinum hætti. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við óskinni um viðræður. Bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Garðabæjar munu funda með forsvarsmönnum leikhússins. Bæjarráð Kópavogs vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar, bæjarráð Hafnarfjarðar sér sér þó ekki fært að verða við erindinu.Af leiksýningu í BorgarleikhúsinuLjósmynd/Grímur Bjarnason„Þetta er hugmynd sem hefur verið rædd mikið hér síðustu ár, við erum að stíga þetta skref sem við höfum lengi viljað taka,“ segir Kristín. „Við eigum í mjög góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og það eru skólabörn sem njóta sérstaklega aðstöðunnar í Borgarleikhúsinu. Við erum að opna á þá hugmynd að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fari inn í sams konar samstarf og Reykjavíkurborg.“ Árlega eru um 20 til 25 leikverk sýnd samtals 500 til 600 sinnum í Borgarleikhúsinu fyrir um 220 þúsund gesti. Árleg velta félagsins er um 1,5 milljarðar. Rekstrarframlag frá Reykjavíkurborg er um 600 milljónir króna auk húseignar, og sjálfsaflafé er um 900 milljónir króna. „Þetta er hugsað á þeim nótum að sveitarfélögin komi inn í starfsemina með ákveðið fjármagn árlega en fái í staðinn að njóta þessarar sömu þjónustu, sem varðar leikskóla- og grunnskólabörn og eldri borgara. Við erum að opna þetta samtal en það eru engar tölur sem er búið að nefna eða neitt slíkt,“ segir Kristín.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.„Við höfum fengið svar frá Garðabæ um að fá að funda með þeim en við höfum ekki fengið fundarboð frá neinum öðrum. En við höfum fengið jákvæð viðbrögð. Næstu skref eru að sjá hvernig við getum stækkað þetta og látið þetta bæði efla leikhúsið og sveitarfélögin.“ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfestir að hann muni funda með forsvarsmönnum einhvern tímann á næstu vikum. „Mér finnst metnaðurinn og nálgunin mjög góð. En svo er það aftur allt önnur umræða hvort Garðabær taki þátt í að koma að rekstrinum og ég get ekki rætt neina niðurstöðu í því núna." Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hann muni einnig funda með fulltrúum leikhússins á næstunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira