Innlent

Í gæsluvarðhaldi grunaður um fjögur vopnuð rán

Hulda Hólmkelsdótti skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa framið þrjú önnur rán, á Ólafsvík, Í Reykjavík og í Kópavogi.
Maðurinn er grunaður um að hafa framið þrjú önnur rán, á Ólafsvík, Í Reykjavík og í Kópavogi. Mynd/Ja.is
Maðurinn sem handtekinn var grunaður um rán í Apóteki Suðurnesja á þriðjudagskvöld hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 23. nóvember. Maðurinn er grunaður um að hafa framið þrjú önnur rán, á Ólafsvík, Í Reykjavík og í Kópavogi. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.

Sem fyrr segir er maðurinn einnig grunaður um rán í apótekinu í Ólafsvík sem framið var þann 9. nóvember síðastliðinn. Maðurinn ógnaði starfsfólki apóteksins með hnífi og komst undan með talsvert af lyfjum og var kona í fylgd með honum þegar bíll hans var stöðvaður seinna um kvöldið.

Starfsfólki apóteksins var illa brugðið og var boðið áfallahjálp, en engan sakaði. Óstaðfestar fregnir herma að ræninginn sé af erlendu bergi brotinn en að fylgdarkonan sé íslensk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×