Taka heljarstökk á áttræðisaldri og kunna Haka-dansinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 11:28 Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Fimleikar Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Fimleikar Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira