Innlent

Bjóða upp á ókeypis skírn vegna þess að skírnum fer fækkandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórhallur Heimisson, prestur í Breiðholtskirkju.
Þórhallur Heimisson, prestur í Breiðholtskirkju. vísir/vilhelm
Breiðholtskirkja ætlar að bjóða foreldrum upp á að koma í kirkjuna þann 28. maí næstkomandi milli klukkan 13 og 16 og skíra börn sín frítt. Í tilkynningu frá kirkjunni segir að skírnum hafi farið fækkandi undanfarin ár og að margt komi þar til en ýmsum þyki til að mynda of mikið tilstand fylgja athöfninni og jafnvel of mikill kostnaður. Því býður kirkja fólki upp á ókeypis skírn.

Að auki ætlar kirkjan að bjóða pörum að koma í kirkjuna þann 11. júní milli klukkan 13 og 16 og fá ókeypis hjónavígslu „með fallegri tónlist og söng. Mörgum vex í augum kostanaður við brúðkaup. Breiðholtskirkja vill gefa öllum tækifæri til að ganga í hjónaband sér að kostnaðarlausu við fallega athöfn og eftirminnilega,“ eins og segir í tilkynningu.

Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur Breiðholtskirkju, annast allar athafnir beggja dagana. Hvorki þarf að bóka hvorki skírn né brúðkaup en gott er að láta vita með einhverjum fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×