Dómskerfið „eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2016 15:39 Áslaug er harðorð í garð héraðsdóms og sakar innanríkisráðuneytið um þöggunartilburði. Vísir/Valgarður Dómskerfið er orðið eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun sem lýtur eigin lögmálum og geðþótta, án raunhæfs eftirlits og ábyrgðar, segir Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur árin 2010 til 2015, í umsögn sinni við frumvarp innanríkisráðherra um Landsrétt. Áslaug segir fámennan hóp lögfræðinga fá því ráðið hverjir verði dómarar, hverjir það séu sem stjórna, hvernig sé stjórnað og eigi geðþóttaval um það hvort lögum sé fylgt innan dómskerfisins. „Stjórnendur dómstólanna skáka í skjóli þess að það er ekkert raunverulegt eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna og þeir geta beitt stjórnsýslulegu valdi sínu til þess að gera þeim sem gagnrýna lífið leitt,“ segir Áslaug.Ráðuneytið meðvitað um skort á eftirliti Innanríkisráðuneytið sé meðvitað um að innra eftirlit héraðsdómstólanna hafi ekki gengið vel og um vísbendingar um skort á reglu- og lögfylgni, en að þrátt fyrir það standi áfram til samkvæmt frumvarpinu að dómsvaldið stýri sér sjálft „án nokkurra reglna um skyldu til að lúta m.a málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar, lýðræðislegu gagnsæi og hvað þá raunhæfu eftirliti.“ Hún segir stjórnendur dómstólanna hafa hunsað skýr ákvæði jafnréttislaga við skipan fulltrúa í valnefnd dómara frá árinu 2009 og borið við sjálfstæði dómsvalds. Einungis karlar hafi verið tilnefndir sem aðalmenn þrátt fyrir ákvæði um að tilefna skuli bæði karl og konu.Sakar ráðuneytið um þöggun Þá sakar Áslaug innanríkisráðuneytið um þöggun. Fleiri en eitt mál hafi komið inn á borð innanríkisráðuneytisins undanfarin ár, að minnsta kosti allt frá tíð Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, vegna meintra ólögmætra starfshátta héraðsdómstólanna/dómstólaráðs. „Ekki hefur verið tekið á þeim málum og þau jafnvel þögguð 2 niður m.a. með gerð starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólaráðs sem sakað hafði tvo dómstólaráðsmenn, sem jafnframt voru dómstjórar, um brot.“ Þá vísar hún í frétt Stundarinnar þess efnis að systursonur eiginkonu Ingimundar Einarssonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafi fengið starf sem ekki hafi verið auglýst haustið 2013. Þannig hafi verið brotið í bága við kjarasamninga og lög um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins. Dómstólaráði og flestum var kunnugt um málavexti. „Enginn þorði að segja neitt, enda getur það haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi,“ segir Áslaug. Hún rekur þó nokkur mál í umsögn sinni, en telur að hefði skilvirkt eftirlit með stjórnsýslu dómara og eftirlit með dómstjórum „án þeirra sterku hagsmunatengsla og samtryggingar sem nú er við lýði, getað komið í veg fyrir flest þau mál sem hér hafa verið rakin.“ Áslaug segir frumvarpið ekki bæta úr alvarlegum veikleikum í stjórnsýslu dómsvaldsins, þar á meðal skorti á gagnsæi, raunhæfu eftirliti með stjórnendum dómsvaldsins og ábyrgð þeirra. Þá sé hvorki fjallað um né tekið á veikri stöðu kvenna í dómskerfinu.Umsögn Áslaugar er ítarleg, en hana má lesa í heild hér. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmann til lögreglu en endurskoðar ekki ákvarðanir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Dómskerfið er orðið eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun sem lýtur eigin lögmálum og geðþótta, án raunhæfs eftirlits og ábyrgðar, segir Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur árin 2010 til 2015, í umsögn sinni við frumvarp innanríkisráðherra um Landsrétt. Áslaug segir fámennan hóp lögfræðinga fá því ráðið hverjir verði dómarar, hverjir það séu sem stjórna, hvernig sé stjórnað og eigi geðþóttaval um það hvort lögum sé fylgt innan dómskerfisins. „Stjórnendur dómstólanna skáka í skjóli þess að það er ekkert raunverulegt eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna og þeir geta beitt stjórnsýslulegu valdi sínu til þess að gera þeim sem gagnrýna lífið leitt,“ segir Áslaug.Ráðuneytið meðvitað um skort á eftirliti Innanríkisráðuneytið sé meðvitað um að innra eftirlit héraðsdómstólanna hafi ekki gengið vel og um vísbendingar um skort á reglu- og lögfylgni, en að þrátt fyrir það standi áfram til samkvæmt frumvarpinu að dómsvaldið stýri sér sjálft „án nokkurra reglna um skyldu til að lúta m.a málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar, lýðræðislegu gagnsæi og hvað þá raunhæfu eftirliti.“ Hún segir stjórnendur dómstólanna hafa hunsað skýr ákvæði jafnréttislaga við skipan fulltrúa í valnefnd dómara frá árinu 2009 og borið við sjálfstæði dómsvalds. Einungis karlar hafi verið tilnefndir sem aðalmenn þrátt fyrir ákvæði um að tilefna skuli bæði karl og konu.Sakar ráðuneytið um þöggun Þá sakar Áslaug innanríkisráðuneytið um þöggun. Fleiri en eitt mál hafi komið inn á borð innanríkisráðuneytisins undanfarin ár, að minnsta kosti allt frá tíð Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, vegna meintra ólögmætra starfshátta héraðsdómstólanna/dómstólaráðs. „Ekki hefur verið tekið á þeim málum og þau jafnvel þögguð 2 niður m.a. með gerð starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólaráðs sem sakað hafði tvo dómstólaráðsmenn, sem jafnframt voru dómstjórar, um brot.“ Þá vísar hún í frétt Stundarinnar þess efnis að systursonur eiginkonu Ingimundar Einarssonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafi fengið starf sem ekki hafi verið auglýst haustið 2013. Þannig hafi verið brotið í bága við kjarasamninga og lög um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins. Dómstólaráði og flestum var kunnugt um málavexti. „Enginn þorði að segja neitt, enda getur það haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi,“ segir Áslaug. Hún rekur þó nokkur mál í umsögn sinni, en telur að hefði skilvirkt eftirlit með stjórnsýslu dómara og eftirlit með dómstjórum „án þeirra sterku hagsmunatengsla og samtryggingar sem nú er við lýði, getað komið í veg fyrir flest þau mál sem hér hafa verið rakin.“ Áslaug segir frumvarpið ekki bæta úr alvarlegum veikleikum í stjórnsýslu dómsvaldsins, þar á meðal skorti á gagnsæi, raunhæfu eftirliti með stjórnendum dómsvaldsins og ábyrgð þeirra. Þá sé hvorki fjallað um né tekið á veikri stöðu kvenna í dómskerfinu.Umsögn Áslaugar er ítarleg, en hana má lesa í heild hér.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmann til lögreglu en endurskoðar ekki ákvarðanir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira