Hröð fækkun fæðinga á Íslandi áhyggjuefni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. maí 2016 19:00 Frjósemi Íslendinga hefur minnkað um helming á tæplega sextíu árum. Velferðarráðherra hefur áhyggjur af þróuninni en eins og er viðhalda fæðingar ekki þjóðfélaginu. Breytingar séu að verða á samfélagi og lífstíl ungs fólks. Frá hruni hefur fæðingum hér á landi fækkað jafnt og þétt. Ísland er á meðal þeirra þriggja aðildarríkja OECD þar sem frjósemi hefur dregist mest saman frá árinu 2008 en hin löndin eru Danmörk og Eistland. „Það sem við líka sjáum í öðrum löndum sem hafa farið í gegnum sambærilegar kreppur og við, að þá hafa fæðingar tekið við sér þegar efnahagsástand hefur batnað. Hér myndi ég líka hins vegar vilja velta því upp hvort við séum að sjá ákveðnar samfélagsbreytingar hjá ungu fólki," segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. Árið 2014 fæddust 4.363 börn hér á landi. Í fyrra voru þau 4.098 og samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hafa 980 börn fæðst á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er því ljóst að áfram dregur úr frjósemi Íslendinga, sem er nú orðin um helmingi minni en hún var árið 1960. „Við viljum auðvitað sjá að það haldi áfram að fæðast hér börn, að Ísland sé fjölskylduvænt samfélag. Við eigum sem stjórnvöld auðvitað að gera okkar til að svo sé. Við höfum séð það líka hvernig þróunin hefur verið í Evrópu og Japan þegar aldurspíramídinn verður mjög skakkur. Mjög stórt hlutfall af þjóðinni er aldraður og fá börn sem fæðast. Það er ekki skemmtileg mynd," segir Eygló. Miðað er við 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda en árið 2013 lækkaði hlutfallið hér á landi í 1,93. En hvað er hægt að gera til að hvetja fólk til að eignast börn? „Ég held að hluta til að það sé það sem við erum að tala um, að efla fæðingarorlofskerfið upp á nýtt. Við sjáum það að sum sveitarfélög eru að taka frumkvæði í uppbyggingu á leikskólaplássum til að brúa bilið og það er eitthvað sem er einkar mikilvægt að sé gert. Síðan hef ég náttúrlega lagt gríðarlega áherslu á að við eflum húsnæðismarkaðinn. Það er eitthvað sem skiptir öll börn máli," segir Eygló Harðardóttir. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Frjósemi Íslendinga hefur minnkað um helming á tæplega sextíu árum. Velferðarráðherra hefur áhyggjur af þróuninni en eins og er viðhalda fæðingar ekki þjóðfélaginu. Breytingar séu að verða á samfélagi og lífstíl ungs fólks. Frá hruni hefur fæðingum hér á landi fækkað jafnt og þétt. Ísland er á meðal þeirra þriggja aðildarríkja OECD þar sem frjósemi hefur dregist mest saman frá árinu 2008 en hin löndin eru Danmörk og Eistland. „Það sem við líka sjáum í öðrum löndum sem hafa farið í gegnum sambærilegar kreppur og við, að þá hafa fæðingar tekið við sér þegar efnahagsástand hefur batnað. Hér myndi ég líka hins vegar vilja velta því upp hvort við séum að sjá ákveðnar samfélagsbreytingar hjá ungu fólki," segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. Árið 2014 fæddust 4.363 börn hér á landi. Í fyrra voru þau 4.098 og samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hafa 980 börn fæðst á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er því ljóst að áfram dregur úr frjósemi Íslendinga, sem er nú orðin um helmingi minni en hún var árið 1960. „Við viljum auðvitað sjá að það haldi áfram að fæðast hér börn, að Ísland sé fjölskylduvænt samfélag. Við eigum sem stjórnvöld auðvitað að gera okkar til að svo sé. Við höfum séð það líka hvernig þróunin hefur verið í Evrópu og Japan þegar aldurspíramídinn verður mjög skakkur. Mjög stórt hlutfall af þjóðinni er aldraður og fá börn sem fæðast. Það er ekki skemmtileg mynd," segir Eygló. Miðað er við 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda en árið 2013 lækkaði hlutfallið hér á landi í 1,93. En hvað er hægt að gera til að hvetja fólk til að eignast börn? „Ég held að hluta til að það sé það sem við erum að tala um, að efla fæðingarorlofskerfið upp á nýtt. Við sjáum það að sum sveitarfélög eru að taka frumkvæði í uppbyggingu á leikskólaplássum til að brúa bilið og það er eitthvað sem er einkar mikilvægt að sé gert. Síðan hef ég náttúrlega lagt gríðarlega áherslu á að við eflum húsnæðismarkaðinn. Það er eitthvað sem skiptir öll börn máli," segir Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira