Kári: Reyni allt til þess að spila Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. apríl 2016 06:00 Haukamaðurinn Kári Jónsson Vísir Haukamenn voru flengdir með þrjátíu stiga mun, 91-61, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var vont kvöld fyrir Hauka að mörgu leyti. Ekki bara var flengingin vond heldur meiddist þeirra besti maður, Kári Jónsson, á ökkla. Hann snéri sig illa og er spurningamerki í kvöld vegna meiðslanna. „Ökklinn er að skána. Hann bólgnaði ekki mikið upp,“ segir Kári en hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku en samkvæmt henni er hann ekki brotinn. Það á þó að skoða hann betur í dag. „Ég fer í segulómskoðun á morgun [í dag] og svo er stefnan að reyna að hreyfa mig aðeins í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé brotinn. Snúningurinn var samt þannig að það hefði eitthvað getað gerst í ristinni.“Rosalega svekkjandi Kári var augljóslega mjög þjáður er hann meiddist en hvað fer í gegnum huga ungs manns sem meiðist í fyrsta leik í úrslitarimmu? „Auðvitað var þetta rosalega svekkjandi og ég hugsaði ekkert sérstakt. Það sem er ánægjulegt er að batinn hefur verið nokkuð góður. Auðvitað er þetta hundfúlt en ég græði ekkert á því að velta mér upp úr þessu,“ segir Kári en hann hefur hvílt fótinn eins og hann getur því hann er enn bjartsýnn á að komast út á parketið í kvöld. „Ég hef fengið fína meðferð og við tökum stöðuna skömmu fyrir leik. Ég mun láta reyna á þetta og geri allt til þess að spila. Ef ég aftur á móti er ekki tilbúinn þá verð ég bara að kyngja því.“VísirMætum brjálaðir til leiks Eins og áður segir fengu Haukarnir ansi mikinn skell í fyrsta leiknum en Kári segir að lokatölurnar trufli liðið ekki of mikið. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi með einu stigi eða þrjátíu í svona rimmu. Þetta var bara einn leikur og svo kemur nýr leikur. Við mætum brjálaðir í næsta leik og þetta stóra tap truflar okkur ekkert,“ segir Kári og bætir við að honum sé alveg sama þó að einhverjir fari að afskrifa þá núna. „Kannski var spennustigið of hátt hjá okkur. Við erum flestir að spila í úrslitum í fyrsta skipti. Skrekkurinn er vonandi farinn núna og við mætum brjálaðir í leikinn á okkar heimavelli.“ Það hefur verið mikill stígandi í leik Haukanna og þeir gera ekki annað en að koma fólki á óvart. Margir afskrifuðu þá í rimmunni gegn Þór og enn fleiri gerðu það er þeir spiluðu gegn Tindastóli. „Það er skemmtilegt að koma fólki á óvart. Það er mjög gott sjálfstraust í hópnum og það hverfur ekki með einu tapi. Við erum að vinna í að bæta það sem fór úrskeiðis í fyrsta leiknum. Það er alveg ljóst að við verðum að spila mun betur. Það er engin pressa á okkur enda margir sem hafa enga trú á okkur. Við getum því komið slakir inn í leikinn og við ætlum að halda áfram að koma fólki á óvart,“ segir Kári yfirvegaður.Kveðjuleikirnir Þessi magnaði leikmaður hyggur á nám í Bandaríkjunum næsta vetur og er því að spila sína síðustu leiki fyrir Hauka núna. Í það minnsta í bili. „Ég er ekki kominn með neinn skóla en stefnan er sett út. Ég set öll þessi mál á ís meðan ég einbeiti mér að úrslitaeinvíginu. Skólarnir hafa fullan skilning á því að einbeitingin sé í þessu hjá mér núna. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og því er nauðsynlegt að spila hvern leik eins og það sé síðasti leikur ferilsins.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 en upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Haukamenn voru flengdir með þrjátíu stiga mun, 91-61, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var vont kvöld fyrir Hauka að mörgu leyti. Ekki bara var flengingin vond heldur meiddist þeirra besti maður, Kári Jónsson, á ökkla. Hann snéri sig illa og er spurningamerki í kvöld vegna meiðslanna. „Ökklinn er að skána. Hann bólgnaði ekki mikið upp,“ segir Kári en hann er búinn að fara í röntgenmyndatöku en samkvæmt henni er hann ekki brotinn. Það á þó að skoða hann betur í dag. „Ég fer í segulómskoðun á morgun [í dag] og svo er stefnan að reyna að hreyfa mig aðeins í kjölfarið. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé brotinn. Snúningurinn var samt þannig að það hefði eitthvað getað gerst í ristinni.“Rosalega svekkjandi Kári var augljóslega mjög þjáður er hann meiddist en hvað fer í gegnum huga ungs manns sem meiðist í fyrsta leik í úrslitarimmu? „Auðvitað var þetta rosalega svekkjandi og ég hugsaði ekkert sérstakt. Það sem er ánægjulegt er að batinn hefur verið nokkuð góður. Auðvitað er þetta hundfúlt en ég græði ekkert á því að velta mér upp úr þessu,“ segir Kári en hann hefur hvílt fótinn eins og hann getur því hann er enn bjartsýnn á að komast út á parketið í kvöld. „Ég hef fengið fína meðferð og við tökum stöðuna skömmu fyrir leik. Ég mun láta reyna á þetta og geri allt til þess að spila. Ef ég aftur á móti er ekki tilbúinn þá verð ég bara að kyngja því.“VísirMætum brjálaðir til leiks Eins og áður segir fengu Haukarnir ansi mikinn skell í fyrsta leiknum en Kári segir að lokatölurnar trufli liðið ekki of mikið. „Það skiptir engu máli hvort maður tapi með einu stigi eða þrjátíu í svona rimmu. Þetta var bara einn leikur og svo kemur nýr leikur. Við mætum brjálaðir í næsta leik og þetta stóra tap truflar okkur ekkert,“ segir Kári og bætir við að honum sé alveg sama þó að einhverjir fari að afskrifa þá núna. „Kannski var spennustigið of hátt hjá okkur. Við erum flestir að spila í úrslitum í fyrsta skipti. Skrekkurinn er vonandi farinn núna og við mætum brjálaðir í leikinn á okkar heimavelli.“ Það hefur verið mikill stígandi í leik Haukanna og þeir gera ekki annað en að koma fólki á óvart. Margir afskrifuðu þá í rimmunni gegn Þór og enn fleiri gerðu það er þeir spiluðu gegn Tindastóli. „Það er skemmtilegt að koma fólki á óvart. Það er mjög gott sjálfstraust í hópnum og það hverfur ekki með einu tapi. Við erum að vinna í að bæta það sem fór úrskeiðis í fyrsta leiknum. Það er alveg ljóst að við verðum að spila mun betur. Það er engin pressa á okkur enda margir sem hafa enga trú á okkur. Við getum því komið slakir inn í leikinn og við ætlum að halda áfram að koma fólki á óvart,“ segir Kári yfirvegaður.Kveðjuleikirnir Þessi magnaði leikmaður hyggur á nám í Bandaríkjunum næsta vetur og er því að spila sína síðustu leiki fyrir Hauka núna. Í það minnsta í bili. „Ég er ekki kominn með neinn skóla en stefnan er sett út. Ég set öll þessi mál á ís meðan ég einbeiti mér að úrslitaeinvíginu. Skólarnir hafa fullan skilning á því að einbeitingin sé í þessu hjá mér núna. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og því er nauðsynlegt að spila hvern leik eins og það sé síðasti leikur ferilsins.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 en upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira