Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um tengsl Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, Dorritar Moussaief við aflandsfélagið Lasca Finance Limited. Einnig verður fjallað um ársfund Landspítalans en viðsnúningur upp á rúmar átta hundruð milljónir varð á rekstri spítalans milli ára. Verkfall heilbrigðisstarfsmanna hafði þau áhrif að rekstrargjöld lækkuðu um sjö hundruð milljónir króna.

Einnig verður fjallað um Drekasvæðið en kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hyggst stórefla olíuleit þar, með það að markmiði að hefja boranir eftir fjögur ár. Þá kynnum við okkur það hvernig gróður kemur undan vetri í höfuðborginni og hvort tímabært sé að hefja vorverk ásamt því að vera í beinni útsendingu frá Bláfjöllum en margir hafa skellt sér í brekkurnar í sumarblíðunni í dag. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×