Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 08:15 Dana White og Conor McGregor hafa slíðrað sverðin til hálfs. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa sagt annað sjálfur verður írski bardagakappinn Conor McGregor ekki með á UFC 200 í júlí þar sem hann átti að berjast öðru sinni við Nate Diaz.Þetta staðfesti Dana White, forseti UFC, í gær og ítrekaði svo aftur í gærkvöldi. Ekkert verður af bardaganum gegn Diaz 9. júlí í Las Vegas. Conor henti út áhugaverðu spili á Twitter-síðu sinni eldsnemma í gærmorgun þar sem hann sagði að hann myndi berjast á UFC 200 gegn Diaz og þakkaði Dana White og Lorenzo Fertitta, yfirmönnum UFC, fyrir að gera stuðningsmönnunum greiða og ganga frá málum.Happy to announce that I am BACK on UFC 200! Shout out to @danawhite and @lorenzofertitta on getting this one done for the fans. #Respect — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 25, 2016 Þetta útspil skilaði litlu því White sagði við TMZ í gær: „Þetta er ekki satt. Við höfum hvorki talað við Conor né umboðsmanninn hans frá blaðamannafundinum á föstudaginn. Ég veit ekki af hverju hann setti þetta inn á Twitter.“ TMZ greip White svo aftur fyrir utan veitingastað í Beverly Hills í gærkvöldi þar sem hann var að gera sig kláran að fara að horfa á UFC-stjörnuna Paige VanZant keppa í sjónvarpsþættinum Dancing with the stars. Aðspurður aftur hvort Conor McGregor yrði ekki hluti af UFC 200 sagði White að svo yrði ekki en hann gæti mætt aftur strax á næsta bardagakvöld eftir það. „Við erum nýbúin að halda blaðamannafund um þetta. Ég veit ekki hversu skýrmæltari ég geti verið. Conor berst á UFC 201, 202, 203 eða eitthvað. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær en við finnum út úr þessu,“ sagði Dana White. MMA Tengdar fréttir Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40 White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44 Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor Nate Diaz var með mjög einföld skilaboð á blaðamannafundi UFC í kvöld. 22. apríl 2016 21:54 Sjáðu Conor og Gunnar takast á í frábæru myndbandi | Myndband Conor McGregor er eins og flestum er kunnugt staddur hér Íslandi við æfingar þar sem hann tekur á Gunnari Nelson á sama tíma og allur heimurinn veltir fyrir sér hvað Írinn ætli að gera næst. 22. apríl 2016 16:39 Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02 Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa sagt annað sjálfur verður írski bardagakappinn Conor McGregor ekki með á UFC 200 í júlí þar sem hann átti að berjast öðru sinni við Nate Diaz.Þetta staðfesti Dana White, forseti UFC, í gær og ítrekaði svo aftur í gærkvöldi. Ekkert verður af bardaganum gegn Diaz 9. júlí í Las Vegas. Conor henti út áhugaverðu spili á Twitter-síðu sinni eldsnemma í gærmorgun þar sem hann sagði að hann myndi berjast á UFC 200 gegn Diaz og þakkaði Dana White og Lorenzo Fertitta, yfirmönnum UFC, fyrir að gera stuðningsmönnunum greiða og ganga frá málum.Happy to announce that I am BACK on UFC 200! Shout out to @danawhite and @lorenzofertitta on getting this one done for the fans. #Respect — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 25, 2016 Þetta útspil skilaði litlu því White sagði við TMZ í gær: „Þetta er ekki satt. Við höfum hvorki talað við Conor né umboðsmanninn hans frá blaðamannafundinum á föstudaginn. Ég veit ekki af hverju hann setti þetta inn á Twitter.“ TMZ greip White svo aftur fyrir utan veitingastað í Beverly Hills í gærkvöldi þar sem hann var að gera sig kláran að fara að horfa á UFC-stjörnuna Paige VanZant keppa í sjónvarpsþættinum Dancing with the stars. Aðspurður aftur hvort Conor McGregor yrði ekki hluti af UFC 200 sagði White að svo yrði ekki en hann gæti mætt aftur strax á næsta bardagakvöld eftir það. „Við erum nýbúin að halda blaðamannafund um þetta. Ég veit ekki hversu skýrmæltari ég geti verið. Conor berst á UFC 201, 202, 203 eða eitthvað. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær en við finnum út úr þessu,“ sagði Dana White.
MMA Tengdar fréttir Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40 White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44 Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor Nate Diaz var með mjög einföld skilaboð á blaðamannafundi UFC í kvöld. 22. apríl 2016 21:54 Sjáðu Conor og Gunnar takast á í frábæru myndbandi | Myndband Conor McGregor er eins og flestum er kunnugt staddur hér Íslandi við æfingar þar sem hann tekur á Gunnari Nelson á sama tíma og allur heimurinn veltir fyrir sér hvað Írinn ætli að gera næst. 22. apríl 2016 16:39 Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02 Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Conor hættur við að hætta og berst á UFC 200 Írski bardagakappinn þakkar yfirmönnum UFC fyrir að ganga frá málunum. 25. apríl 2016 07:40
White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44
Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor Nate Diaz var með mjög einföld skilaboð á blaðamannafundi UFC í kvöld. 22. apríl 2016 21:54
Sjáðu Conor og Gunnar takast á í frábæru myndbandi | Myndband Conor McGregor er eins og flestum er kunnugt staddur hér Íslandi við æfingar þar sem hann tekur á Gunnari Nelson á sama tíma og allur heimurinn veltir fyrir sér hvað Írinn ætli að gera næst. 22. apríl 2016 16:39
Diaz svaraði Conor um hæl: Hann var rassskelltur McGregor tjáði sig á Twitter á meðan blaðamannafundi UFC stóð í kvöld. 22. apríl 2016 22:02
Dana White: Conor verður ekki með á UFC 200 Forseti UFC segir írska bardagakappann fara með rangt mál. 25. apríl 2016 16:14