Skóli í einstöku umhverfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 09:30 „Það er ekki bara höfuðið sem er í skólanum,“ segir Eiríkur glaðlega, um áherslurnar í Waldorfskólanum. Vísir/Pjetur Í skógi vaxinni hvilft skammt fyrir ofan borgina kúrir Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, elsti grunnskóli landsins sem starfar samkvæmt hugmyndafræði Rudolfs Steiner, hins þýska. Nú eru þar 70 börn í 1. til 10. bekk. „Hér erum við í einstöku umhverfi og það er upplifun fyrir börn úr borginni að koma hingað og kynnast náttúrunni í alls konar veðri,“ segir Eiríkur Gunnarsson sem hefur kennt við skólann frá 1993, með fimm ára hléi sem hann notaði til náms erlendis. „Fræinu sáði Sesselja á Sólheimum,“ segir Eiríkur, inntur eftir upphafinu. „Allt frá 1930 vann hún eftir stefnu Steiners og var brautryðjandi á Norðurlöndunum. Það fólk sem stofnaði Waldorfskólann kynntist hugmyndinni hjá henni og menntaði sig svo í fræðunum. Eiríkur segir mikið lagt upp úr því í skólanum að þroska manneskjuna sem heild. „Áherslan er ekki bara á bóknám, við leyfum börnunum líka að gera mikið með höndunum og nota sköpunargáfuna á fjölbreyttan hátt. Í okkar augum eru þessir þættir allir jafn mikilvægir sem veganesti út í lífið. Við erum líka búin að vera með moltugerð frá upphafi og allir nemendur sá fræjum, sinna ræktun og uppskera.“ Eiríkur telur tækni nútímans spilla tengslum barna við sjálf sig, því sé tölvunotkun seinkað í Waldorfskólanum, miðað við aðra grunnskóla. „Við teljum betra fyrir börnin að gera hlutina fyrst á blaði í stað þess að stytta sér leið með tölvuforritum. Þau fá hér námskeið í margmiðlunartækni í 8., 9. og 10. bekk, þá verða tækin verkfæri í höndum þeirra. Einhvern tíma birtist blaðapistill um að forstjórar tölvufyrirtækjanna í Silicon Valley í Bandaríkjunum sendi börn sín í Waldorfskóla, þar sem engar tölvur eru.“ Í tilefni 25 ára afmælis skólans verður leiksýning í Gamla bíói í dag klukkan 17, svo verður hátíð í Lækjarbotnum 21. maí og opið hús allan daginn. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Í skógi vaxinni hvilft skammt fyrir ofan borgina kúrir Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, elsti grunnskóli landsins sem starfar samkvæmt hugmyndafræði Rudolfs Steiner, hins þýska. Nú eru þar 70 börn í 1. til 10. bekk. „Hér erum við í einstöku umhverfi og það er upplifun fyrir börn úr borginni að koma hingað og kynnast náttúrunni í alls konar veðri,“ segir Eiríkur Gunnarsson sem hefur kennt við skólann frá 1993, með fimm ára hléi sem hann notaði til náms erlendis. „Fræinu sáði Sesselja á Sólheimum,“ segir Eiríkur, inntur eftir upphafinu. „Allt frá 1930 vann hún eftir stefnu Steiners og var brautryðjandi á Norðurlöndunum. Það fólk sem stofnaði Waldorfskólann kynntist hugmyndinni hjá henni og menntaði sig svo í fræðunum. Eiríkur segir mikið lagt upp úr því í skólanum að þroska manneskjuna sem heild. „Áherslan er ekki bara á bóknám, við leyfum börnunum líka að gera mikið með höndunum og nota sköpunargáfuna á fjölbreyttan hátt. Í okkar augum eru þessir þættir allir jafn mikilvægir sem veganesti út í lífið. Við erum líka búin að vera með moltugerð frá upphafi og allir nemendur sá fræjum, sinna ræktun og uppskera.“ Eiríkur telur tækni nútímans spilla tengslum barna við sjálf sig, því sé tölvunotkun seinkað í Waldorfskólanum, miðað við aðra grunnskóla. „Við teljum betra fyrir börnin að gera hlutina fyrst á blaði í stað þess að stytta sér leið með tölvuforritum. Þau fá hér námskeið í margmiðlunartækni í 8., 9. og 10. bekk, þá verða tækin verkfæri í höndum þeirra. Einhvern tíma birtist blaðapistill um að forstjórar tölvufyrirtækjanna í Silicon Valley í Bandaríkjunum sendi börn sín í Waldorfskóla, þar sem engar tölvur eru.“ Í tilefni 25 ára afmælis skólans verður leiksýning í Gamla bíói í dag klukkan 17, svo verður hátíð í Lækjarbotnum 21. maí og opið hús allan daginn.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira