Klæðist bleikum pallíettukjól á mánudögum Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2016 09:30 Saga Sigurðardóttur er einna mest þekkt fyrir einstaka hæfileika sem einn helsti tískuljósmyndari landsins en hún hefur einnig vakið athygli fyrir skemmtilegan fatastíl. Þessa stundina er Saga stödd í London þar sem hún var að komast í geymsluna sína sem hefur að geyma fjöldann allan af gersemum sem hún hefur safnað að sér í gegnum tíðina frá hinum ýmsu stöðum. Um þessar mundir er Saga mikið á ferðinni en hún leikstýrði sínu fyrsta tónlistarmyndbandi á dögunum fyrir söngkonuna Sylvíu ásamt því að vera að fara til Noregs í mánuðinum þar sem hún sýnir verk sín á ljósmyndafestivali.Rauð Krókódílastígvél fyrstu kaupin Fyrstu kynni Sögu af notuðum fötum var þegar hún bjó í þorpi í Wisconsin eitt sumar þegar hún var í Verzló. „Það var dásamleg búð sem ég fór í en eigandinn var eldri dama með rauðan varalit og flotta lagningu með Chanel nr. 5 ilmvatn. Hún sat við afgreiðsluborðið og hlustaði á Billy Holiday og oft var hún steinsofandi. Það var þar sem ég keypti mér rauð krókódíla kúrekastígvél.“ "Þetta rússkinnspils og skyrtan eru frá markaði í London.“Áhugi Sögu á „vintage“ fötum og búðum ágerðist eftir það en hún byrjaði fljótt að starfa í Rokk og Rósum sem var ein vinsælasta „second hand“ búðin í Reykjavík á sínum tíma. „Við skvísurnar sem unnum saman í Rokk og Rósum vorum algjörar vintage drottningar og ég átti það til að mæta á mánudögum í vinnuna í bleikum pallíettukjól eða doppóttum 50s samfesting. Þar lærði ég að meta góða hönnun og falleg efni. Þarna byrjaði ég líka að að taka myndir á fullu sem leiddi til þess að ég hóf að læra tískuljósmyndun í London.“Ákveðin kúnst að versla notuð föt Í dag hefur Saga tamið sér nokkra siði þegar hún verslar sér notuð föt en hún segir að það sé mikilvægt að heimsækja vintage búðir oft og ekki vera hrædd við að taka frá og hugsa málið. „Þetta er orðin hálfgerð söfnunarárátta hjá mér, rétt eins og sumir safna frímerkjum eða plötum. Ég geng oft frá skrifstofunni minni á Granda upp í túnin og þá kem ég oft við í Gyllta Kettinum, Spútnik og fatamarkaðinum á Hlemmi en með því að kíkja oft þá finnur maður gersemarnar á undan öllum. Svo versla ég líka stundum á Ebay. Svala Björgvins var Ebay mentorinn minn á sínum tíma og með tímanum byrjar maður að þekkja vintage hönnuðina. Til dæmis Diane Freis sem er góð fyrir 70s print kjóla og Bob Mackie fyrir fallega síðkjóla en hann hannaði eiginlega allt fyrir Cher.“Finnur innblástur á netinu Saga notast mikið við vefsíðuna Pinterest til þess að fá hugmyndir áður en hún finnur sér notaðar flíkur. „Ég fæ hugmyndir á Pinterest og fer svo í búðirnar og leita. Svo sér maður líka oft eitthvað í tískublöðum sem mann langar í en er oft dýrt og þá getur maður stundum fundið sambærilegar flíkur í vintage búðum. Ég var til dæmis sjúk í einn Gucci 70s jakka en fann svo einn svipaðan í Nostalgíu rétt áður en hún hætti. Minn stíll er samt líka mikið 70s eins og kögur, síðir kjólar, rússkinn og leður og ég dregst líka að fallegum mynstrum. Svo er ég líka með smá goth hlið, elska victorian kjóla, fallegast er svartar blúndur og flauel.“ „Vintage gersemar sem ég hef sankað að mér.“ Það eru þó ekki aðeins notaðar flíkur sem Saga verslar sér heldur er hún einnig hrifin af íslenskri hönnun. „Mér finnst allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir og Steinunn. Meirihlutinn af fataskápnum er samt frá Aftur og REY. Ég versla sjaldnar fjöldaframleitt enda er það vistvænna. Ég mundi til dæmis aldrei fara í verslunarferð til útlanda í dag. Mér finnst alltaf eitthvað bogið við verðin í þessum stóru búðum eins og Primark. Að kaupa vintage föt er einmitt svo gott því þá er maður að endurnýta.“ Hægt er að fylgjast með Sögu á Instagram með því að smella hér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12.apríl. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Saga Sigurðardóttur er einna mest þekkt fyrir einstaka hæfileika sem einn helsti tískuljósmyndari landsins en hún hefur einnig vakið athygli fyrir skemmtilegan fatastíl. Þessa stundina er Saga stödd í London þar sem hún var að komast í geymsluna sína sem hefur að geyma fjöldann allan af gersemum sem hún hefur safnað að sér í gegnum tíðina frá hinum ýmsu stöðum. Um þessar mundir er Saga mikið á ferðinni en hún leikstýrði sínu fyrsta tónlistarmyndbandi á dögunum fyrir söngkonuna Sylvíu ásamt því að vera að fara til Noregs í mánuðinum þar sem hún sýnir verk sín á ljósmyndafestivali.Rauð Krókódílastígvél fyrstu kaupin Fyrstu kynni Sögu af notuðum fötum var þegar hún bjó í þorpi í Wisconsin eitt sumar þegar hún var í Verzló. „Það var dásamleg búð sem ég fór í en eigandinn var eldri dama með rauðan varalit og flotta lagningu með Chanel nr. 5 ilmvatn. Hún sat við afgreiðsluborðið og hlustaði á Billy Holiday og oft var hún steinsofandi. Það var þar sem ég keypti mér rauð krókódíla kúrekastígvél.“ "Þetta rússkinnspils og skyrtan eru frá markaði í London.“Áhugi Sögu á „vintage“ fötum og búðum ágerðist eftir það en hún byrjaði fljótt að starfa í Rokk og Rósum sem var ein vinsælasta „second hand“ búðin í Reykjavík á sínum tíma. „Við skvísurnar sem unnum saman í Rokk og Rósum vorum algjörar vintage drottningar og ég átti það til að mæta á mánudögum í vinnuna í bleikum pallíettukjól eða doppóttum 50s samfesting. Þar lærði ég að meta góða hönnun og falleg efni. Þarna byrjaði ég líka að að taka myndir á fullu sem leiddi til þess að ég hóf að læra tískuljósmyndun í London.“Ákveðin kúnst að versla notuð föt Í dag hefur Saga tamið sér nokkra siði þegar hún verslar sér notuð föt en hún segir að það sé mikilvægt að heimsækja vintage búðir oft og ekki vera hrædd við að taka frá og hugsa málið. „Þetta er orðin hálfgerð söfnunarárátta hjá mér, rétt eins og sumir safna frímerkjum eða plötum. Ég geng oft frá skrifstofunni minni á Granda upp í túnin og þá kem ég oft við í Gyllta Kettinum, Spútnik og fatamarkaðinum á Hlemmi en með því að kíkja oft þá finnur maður gersemarnar á undan öllum. Svo versla ég líka stundum á Ebay. Svala Björgvins var Ebay mentorinn minn á sínum tíma og með tímanum byrjar maður að þekkja vintage hönnuðina. Til dæmis Diane Freis sem er góð fyrir 70s print kjóla og Bob Mackie fyrir fallega síðkjóla en hann hannaði eiginlega allt fyrir Cher.“Finnur innblástur á netinu Saga notast mikið við vefsíðuna Pinterest til þess að fá hugmyndir áður en hún finnur sér notaðar flíkur. „Ég fæ hugmyndir á Pinterest og fer svo í búðirnar og leita. Svo sér maður líka oft eitthvað í tískublöðum sem mann langar í en er oft dýrt og þá getur maður stundum fundið sambærilegar flíkur í vintage búðum. Ég var til dæmis sjúk í einn Gucci 70s jakka en fann svo einn svipaðan í Nostalgíu rétt áður en hún hætti. Minn stíll er samt líka mikið 70s eins og kögur, síðir kjólar, rússkinn og leður og ég dregst líka að fallegum mynstrum. Svo er ég líka með smá goth hlið, elska victorian kjóla, fallegast er svartar blúndur og flauel.“ „Vintage gersemar sem ég hef sankað að mér.“ Það eru þó ekki aðeins notaðar flíkur sem Saga verslar sér heldur er hún einnig hrifin af íslenskri hönnun. „Mér finnst allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir og Steinunn. Meirihlutinn af fataskápnum er samt frá Aftur og REY. Ég versla sjaldnar fjöldaframleitt enda er það vistvænna. Ég mundi til dæmis aldrei fara í verslunarferð til útlanda í dag. Mér finnst alltaf eitthvað bogið við verðin í þessum stóru búðum eins og Primark. Að kaupa vintage föt er einmitt svo gott því þá er maður að endurnýta.“ Hægt er að fylgjast með Sögu á Instagram með því að smella hér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12.apríl.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira