Sport

Dominiqua fékk líka að fara með til Ríó | Íslenski hópurinn kominn alla leið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Irina Sazonova, Vladimir Antonov, Hlín Bjarnadóttir og Dominiqua Alma Balnyi.
Irina Sazonova, Vladimir Antonov, Hlín Bjarnadóttir og Dominiqua Alma Balnyi. Mynd/Fimleikasamband Íslands
Íslenski fimleikahópurinn er kominn út til Ríó í Brasilíu þar sem keppt verður um helgina um síðustu sætin á Ólympíuleikunum sem fara fram í Ríó í ágúst.

Í íslenska hópnum eru Irina Sazonova keppandi Íslands á mótinu, Dominiqua Alma Balnyi sem er varamaður, Vladimir Antonov þjálfari, Berglind Pétursdóttir sjúkraþjálfari og Hlín Bjarnadóttir dómari. Ferðalagið, sem hófst í gær, tók um það bil sólarhring með viðkomu í París.

Fimleikasambandið segir frá því á heimasíðu sinni að hópurinn er nú lentur í Ríó, þar sem er nálægt 30°c hiti og allir eru jafnframt búnir að koma sér fyrir á hótelinu.

Allir þurfa að jafna sig enda er langt ferðalag að baki auk þess að það er mikill hitamunur og þá er þriggja tíma tímamismunur á Íslandi og Ríó. Þrátt fyrir langt ferðalag, er ekki slegið slöku við en Irina fer á sínu fyrstu æfingu í Ríó í dag enda mikilvægt að venjast strax nýjum aðstæðum.

Irina mun svo keppa sunnudaginn 17. apríl og hefst keppnin kl. 20:00 á brasilískum tíma eða klukkan 23:00 á íslenskum tíma. Irina mun þar reyna að verða fyrsta íslenska fimleikakonan til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum.


Tengdar fréttir

Irina: Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana

Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson unnu bæði þrjú gull á Íslandsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í Laugabóli um helgina en þau urðu bæði Íslandsmeistarar í fjölþraut í fyrsta sinn.

Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti?

Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×