Innlent

Veltir fyrir sér hvort köfun í Silfru samræmist því sem þjóðgarðurinn stendur fyrir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/gva
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill að kannað verði hvort köfun í Silfru samræmist því sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum standi fyrir - hvað varðar menningarminjar og náttúruvernd. Ef ekki þurfi að gera breytingar þar á.

„Okkur hefur þótt tilhlýðilegt að fella tré sem hafa verið gróðursett í þjóðgarðinum af því að þau tengjast ekki uppruna hans eða því sem var á svæðinu í upphafi tíðar. Hins vegar hefur okkur líka þótt í lagi að hleypa inn í þjóðgarðinn atvinnustarfsemi sem á ekkert skylt við menningarminjar eða náttúruvernd. Þar er ég að vísa í köfunarfyrirtækin í Silfru,“ sagði Ragnheiður á Alþingi í dag.

Ragnheiður hvatti í kjölfarið þingmenn sem sitja í nefnd um þjóðgarðinn að velta þessu fyrir sér „og skoði hvort þetta fellur að þjóðgarði sem er á heimsminjaskrá hvað varðar menningarminjar og náttúruvernd og ef ekki, að gera breytingar þar á,“ sagði hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×