Sport

Sævar og Kristrún unnu sprettgönguna á Skíðamóti Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Birgisson vann sprettgönguna í kvöld og hér er hann á fullri ferð.
Sævar Birgisson vann sprettgönguna í kvöld og hér er hann á fullri ferð. Vísir/Vilhelm
Skíðamót Íslands 2016 var sett í kvöld og beint í kjölfarið fór fram fyrsta keppni mótsins sem var sprettganga en hún var í Ártúnsbrekku við Elliðaárdal.

Sprettgangan tókst vel í alla staði. Mikið var um áhorfendur og var keppninni mjög spennandi og skemmtileg. Keppnisbrautin var um 100 metra löng og voru snjólög virkilega góð enda var búið að undirbúa grunninn vel. Nokkuð svalt var á meðan keppni stóð og blés vindur aðeins á keppendur.

Í kvennaflokki var virkilega spennandi keppni þar sem Kristrún Guðnadóttir vann í úrslitum gegn Elsu Guðrúnu Jónsdóttur með litum mun. Í karlaflokki hafði Sævar Birgisson betur gegn Degi Benediktssyni.

Þrjár efstu konur í sprettgöngu:

1. Kristrún Guðnadóttir   Ulli

2. Elsa Guðrún Jónsdóttir  Ólafsfirði

3. Sólveig María Aspelund  Ísafirði

Þrír efstu karlar í sprettgöngu:

1. Sævar Birgisson Ólafsfirði

2. Dagur Benediktsson Ísafirði

3. Sigurður Hannesson Ísafirði

Á morgun fer fram keppni í skíðagöngu með frjálsri aðferð og í alpagreinum verður keppt í stórsvigi. Báðar keppnir hefjast kl. 15:00, þar sem veður verður ekki ákjósanlegt í fyrramálið. Ákveðið var að fresta ræstingu til kl. 15:00 í stórsviginu en miklir vindar verða á svæðinu í fyrramálið.



Dagskrá morgundagsins á Skíðamóti Íslands:

Alpagreinar

Stórsvig í Skálafelli

Fyrri ferð hefst klukkan 15:00

Seinni ferð hefst klukkan 17:00

Skíðaganga

Keppni með frjálsri aðferð í Bláfjöllum.

Ræsing er klukkan 15:00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×