Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2016 23:23 Meðlimir Suicide Squad. Vísir/DC Comics Nýi DC-ofurhetjuheimurinn sem er í mótun hefur ekki státað af mörgum kómískum andartökum en það gæti orðið breyting á því. Í janúar síðastliðnum sendi bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros frá sér stiklu úr myndinni Suicide Squad sem er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi. Myndin segir frá því hvernig illmennum úr DC-myndasöguheiminum er gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðast feigðarför. Stiklan er á gamansömum nótum og hlaut fádæma viðtökur. Við kvikmyndaverinu blasti hins vegar það vandamál að þeir brandarar sem eru í stiklunni, eru þeir einu sem eru í myndinni.Vefurinn Birth.Movies.Death. hefur eftir heimildum að Warner Bros hafi fyrirskipað framleiðendum myndarinnar að taka upp fleiri atriði fyrir myndina þar sem fókusinn er á húmor og ærslagang. Eru tökurnar sagðar kosta kvikmyndaverið milljónir dollara. Warner Bros eru með á teikniborðinu fjölda kvikmynda þar sem ofurhetjum og illmennum DC-sagnabálksins er att saman. Fyrst leit dagsins ljós Man of Steel árið 2013 og svo nú fyrir páska Batman v Superman: Dawn of Justice. Báðum myndunum hefur verið vel tekið af kvikmyndagestum, ef einungis er horft til ágóða af miðasölu, en gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um Batman v Superman: Dawn of Justice og nánast jarðað hana í dómum sínum. Sem gaf af sér þetta myndband þar sem Ben Affleck, sem fer með hlutverk Bruce Wayne/Batman, virðist taka þessum dómum afar nærri sér.Grafalvarlegur tónn hefur verið í þessum fyrstu tveimur myndum og telja margir að húmorinn í Suicide Squade verði kærkomin tilbreyting frá því. Níu kvikmyndir eru í bígerð, þar á meðal myndir um Wonder Woman, The Flash og Aquaman, en allt á þetta að leiða að ásunum upp í ermi Warner Bros, Justice League Part One og Part Two, þar sem öllu verður til tjaldað. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Nýi DC-ofurhetjuheimurinn sem er í mótun hefur ekki státað af mörgum kómískum andartökum en það gæti orðið breyting á því. Í janúar síðastliðnum sendi bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros frá sér stiklu úr myndinni Suicide Squad sem er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi. Myndin segir frá því hvernig illmennum úr DC-myndasöguheiminum er gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðast feigðarför. Stiklan er á gamansömum nótum og hlaut fádæma viðtökur. Við kvikmyndaverinu blasti hins vegar það vandamál að þeir brandarar sem eru í stiklunni, eru þeir einu sem eru í myndinni.Vefurinn Birth.Movies.Death. hefur eftir heimildum að Warner Bros hafi fyrirskipað framleiðendum myndarinnar að taka upp fleiri atriði fyrir myndina þar sem fókusinn er á húmor og ærslagang. Eru tökurnar sagðar kosta kvikmyndaverið milljónir dollara. Warner Bros eru með á teikniborðinu fjölda kvikmynda þar sem ofurhetjum og illmennum DC-sagnabálksins er att saman. Fyrst leit dagsins ljós Man of Steel árið 2013 og svo nú fyrir páska Batman v Superman: Dawn of Justice. Báðum myndunum hefur verið vel tekið af kvikmyndagestum, ef einungis er horft til ágóða af miðasölu, en gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um Batman v Superman: Dawn of Justice og nánast jarðað hana í dómum sínum. Sem gaf af sér þetta myndband þar sem Ben Affleck, sem fer með hlutverk Bruce Wayne/Batman, virðist taka þessum dómum afar nærri sér.Grafalvarlegur tónn hefur verið í þessum fyrstu tveimur myndum og telja margir að húmorinn í Suicide Squade verði kærkomin tilbreyting frá því. Níu kvikmyndir eru í bígerð, þar á meðal myndir um Wonder Woman, The Flash og Aquaman, en allt á þetta að leiða að ásunum upp í ermi Warner Bros, Justice League Part One og Part Two, þar sem öllu verður til tjaldað.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00