Enski boltinn

Watford sló Arsenal út úr bikarnum | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Watford vann frábæran sigur á Arsenal, 2-1, í 8-liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Emirates-vellinum í London.

Arsenal var mikið betra liðið í fyrri hálfleiknum og fengu leikmenn liðsins nokkur fín færi en allt kom fyrir ekki og var staðan 0-0 í hálfleik. Odion Ighalo kom gestunum yfir þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og það var síðan Adlene Guedioura sem kom Watford í 2-0.

Það var útlit fyrir að Watford myndi fara með auðveldan sigur af hólmi en heimamenn neituðu að gefast upp. Rétt fyrir lok venjulegs leiktíma náði Danny Welbeck að minnka muninn í 2-1 og voru næstu mínútur æsispennandi.

Welbeck fékk síðan algjört dauðafæri í næstu sókn en skaut boltanum framhjá. Watford stóðst pressuna og náði liðið að tryggja sér áfram í undanúrslitin.

Odion Ighalo kemur Watford yfir
Adlène Guédioura með rosalegt mark fyrir Watford
Welbeck minnkar muninn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×