Ítarleg leit að nýjum skólastjóra Melaskóla Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2016 18:41 Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra í Melaskóla í Reykjavík hefur verið framlengdur um tvær vikur þótt fyrir liggi nokkrar umsóknir, meðal annars frá aðstoðarskólastjóra skólans um stöðuna. Fráfarandi skólastjóri var hrakinn frá störfum í lok janúar. Miklar erjur hafa hafa verið í Melaskóla nokkur undanfarin ár sem náðu hámarki í vetur þegar nokkrir kennarar og nokkrir foreldrar í skólaráði skólans settu opinberlega fram ásakanir á hendur skólastjóranum. Án þess þó að nefna néfna nákvæmlega hvað það var sem gerði skólastjórann vanhæfan. Allt frá því Dagný Annasdóttir varð skólastjóri árið 2013 var unnið gegn henni innan skólans. Skólaráð kærði ráðningu hennar til Umboðsmanns Alþingis á þeirri forsendu að það hefði ekki verið haft með í ráðum við ráðninguna. Helga Jóna Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri var meðal umsækjenda og þá í annað sinn og sat á sama tíma í skólaráði. En heimildir fréttastofunnar herma að hún hafi sterklega búist við að fá stöðuna. Umboðsmaður hafnaði efnisatriðum kærunnar og Dagný hélt stöðu sinni. Erjurnar héldu hins vegar áfram og enduðu svo með því að Dagný gerði starfslokasamning við Reykjavíkurborg hinn 28. janúar en hún var þá nýkomin úr veikindaleyfi vegna deilnanna innan skólans.Í viðtali við Stöð 2 hinn 28. janúar sagðist unna skólanum og hún vonaði að með brottför hennar myndaðist friður um skólastarfið. „Ég ætla rétt að vona það að nú geti skapast friður. Vegna þess að í skólastarfi á alltaf að ríkja friður. Alltaf. Börn á Íslandi og annars staðar eiga þann rétt að það sé friður um skólastarf,“ sagði Dagný daginn sem húnn hætti störfum í Melaskóla.Aðstoðarskólastjóri ekki settur í starfið Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðstoðarskólastjóri tekið við til bráðabirgða við brottför skólastjóra. En borgin fékk utanaðkomandi mann, Ellert Borgar Þorvaldsson, sem var hættur störfum sökum aldurs til að hlaupa í skarðið. Staða skólastjóra var síðan auglýst fyrir skömmu og samkvæmt heimildum fréttastofu er aðstoðarskólastjórinn Helga Jóna meðal umsækjenda en hún hafnði boði fréttastofunnar um viðtal. Umsóknarfrestur rann út á mánudag en þá bregður svo við að Skóla- og tómstundasvið Reykjavíkur ákvað að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur og auglýsti það í Fréttablaðinu á þriðjudag. Helgi Grímsson forstöðumaður Skóla- og tómstundasviðs borgarinnar segir borgina vilja fá fleiri umsækjendur. „Það er vegna þess að það var úr full fáum umsóknum að velja. Það voru fimm umsóknir. Umsóknarfresturinn var þrjár vikur og við höfum fengið ábendingar um að þetta hafi verið full knappur tími,“ segir Helgi en samkvæmt auglýsingunni er reiknað með að nýr skólastjóri taki við í maí. Helgi sagðist ekki geta staðfest hvort aðstoðarskólastjórinn væri meðal umsækjenda og vildi ekki tjá sig um hæfi hennar. Það ætti eftir að fara ítarlegar yfir umsóknirnar. Þessum deilum sem voru innan skólans áður en skólastjórinn gerði starfslokasamning, lauk þeim þar með eða er áfram verið að vinna eitthvað í málum innan skólans? „Við vinnum áfram með skólanum að farsælli þróun skólastarfs. Svo þegar nýr skólastjóri kemur við stýrið þá að sjálfsögðu verðum við með honum og hópnum áfram til að tryggja að þetta góða skip sigli seglum þöndum,“ segir Helgi Grímsson og að friður ríki um skólastarfið. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra í Melaskóla í Reykjavík hefur verið framlengdur um tvær vikur þótt fyrir liggi nokkrar umsóknir, meðal annars frá aðstoðarskólastjóra skólans um stöðuna. Fráfarandi skólastjóri var hrakinn frá störfum í lok janúar. Miklar erjur hafa hafa verið í Melaskóla nokkur undanfarin ár sem náðu hámarki í vetur þegar nokkrir kennarar og nokkrir foreldrar í skólaráði skólans settu opinberlega fram ásakanir á hendur skólastjóranum. Án þess þó að nefna néfna nákvæmlega hvað það var sem gerði skólastjórann vanhæfan. Allt frá því Dagný Annasdóttir varð skólastjóri árið 2013 var unnið gegn henni innan skólans. Skólaráð kærði ráðningu hennar til Umboðsmanns Alþingis á þeirri forsendu að það hefði ekki verið haft með í ráðum við ráðninguna. Helga Jóna Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri var meðal umsækjenda og þá í annað sinn og sat á sama tíma í skólaráði. En heimildir fréttastofunnar herma að hún hafi sterklega búist við að fá stöðuna. Umboðsmaður hafnaði efnisatriðum kærunnar og Dagný hélt stöðu sinni. Erjurnar héldu hins vegar áfram og enduðu svo með því að Dagný gerði starfslokasamning við Reykjavíkurborg hinn 28. janúar en hún var þá nýkomin úr veikindaleyfi vegna deilnanna innan skólans.Í viðtali við Stöð 2 hinn 28. janúar sagðist unna skólanum og hún vonaði að með brottför hennar myndaðist friður um skólastarfið. „Ég ætla rétt að vona það að nú geti skapast friður. Vegna þess að í skólastarfi á alltaf að ríkja friður. Alltaf. Börn á Íslandi og annars staðar eiga þann rétt að það sé friður um skólastarf,“ sagði Dagný daginn sem húnn hætti störfum í Melaskóla.Aðstoðarskólastjóri ekki settur í starfið Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðstoðarskólastjóri tekið við til bráðabirgða við brottför skólastjóra. En borgin fékk utanaðkomandi mann, Ellert Borgar Þorvaldsson, sem var hættur störfum sökum aldurs til að hlaupa í skarðið. Staða skólastjóra var síðan auglýst fyrir skömmu og samkvæmt heimildum fréttastofu er aðstoðarskólastjórinn Helga Jóna meðal umsækjenda en hún hafnði boði fréttastofunnar um viðtal. Umsóknarfrestur rann út á mánudag en þá bregður svo við að Skóla- og tómstundasvið Reykjavíkur ákvað að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur og auglýsti það í Fréttablaðinu á þriðjudag. Helgi Grímsson forstöðumaður Skóla- og tómstundasviðs borgarinnar segir borgina vilja fá fleiri umsækjendur. „Það er vegna þess að það var úr full fáum umsóknum að velja. Það voru fimm umsóknir. Umsóknarfresturinn var þrjár vikur og við höfum fengið ábendingar um að þetta hafi verið full knappur tími,“ segir Helgi en samkvæmt auglýsingunni er reiknað með að nýr skólastjóri taki við í maí. Helgi sagðist ekki geta staðfest hvort aðstoðarskólastjórinn væri meðal umsækjenda og vildi ekki tjá sig um hæfi hennar. Það ætti eftir að fara ítarlegar yfir umsóknirnar. Þessum deilum sem voru innan skólans áður en skólastjórinn gerði starfslokasamning, lauk þeim þar með eða er áfram verið að vinna eitthvað í málum innan skólans? „Við vinnum áfram með skólanum að farsælli þróun skólastarfs. Svo þegar nýr skólastjóri kemur við stýrið þá að sjálfsögðu verðum við með honum og hópnum áfram til að tryggja að þetta góða skip sigli seglum þöndum,“ segir Helgi Grímsson og að friður ríki um skólastarfið.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira