Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp mark í frábærum sigri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Charlton.
Jóhann Berg í leik með Charlton. vísir/getty
Charlton Athletic vann frábæran og mikilvægan sigur á Middlesbrough, 2-0, í ensku Championship-deildinni í knattspyrnu í dag. Jorge Teixeira skoraði fyrsta mark leiksins en það var Jóhann Berg Guðmundsson sem lagði markið snyrtilega upp. Það var síðan Callum Harriott sem skoraði annað mark Charlton tíu mínútum fyrir leikslok og sigurinn þeirra. Risasigur hjá Charlton sem er í næst neðsta sæti deildarinnar með 32 stig. Middlesbrough er aftur á móti í öðru sæti með 67 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×