Enski boltinn

Þrír leikir án sigurs hjá Eggert og félögum sem daðra við fallsvæðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði 84 mínútur í kvöld.
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði 84 mínútur í kvöld. vísir/getty
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í enska C-deildarliðinu Fleetwood Town töpuðu á heimavelli fyrir Walsall í kvöld, 1-0.

Eina mark leiksins skoraði Tom Bradshaw fyrir gestina á 50. mínútu, en þetta er annar tapleikur Fleetwood í röð.

Heimamenn fengu dauðafæri til að jafna í seinni hálfleik en Neil Etheridge varði meistaralega í marki Walsall og hjálpaði til við að tryggja gestunum stigin þrjú.

Eggert Gunnþór var í byrjunarliði Fleetwood og spilaði 84 mínútu, en liðið er nú án sigurs í síðustu þremur leikjum og búið að tapa tveimur í röð.

Fleetwood er með 40 stig í 19. sæti C-deildarinnar, fimm stigum frá fallsvæðinu þegar tíu umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×