Enski boltinn

Wenger: Ég byggði þetta félag með mikilli vinnu og án aðstoðar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að félagið hafi tekið stór skref fram á við undir hans stjórn án allrar utanaðkomandi aðstoðar fjárhagslega.

Wenger er ekki sá vinsælasti á Emirates-vellinum þessa dagana enda lítur út fyrir að liðið falli úr bikarnum, Meistaradeildinni og mögulega missi af titlinum endanlega í sömu vikunni.

Frakkinn hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal í 20 ár og var fljótur að koma sjálfum sér til varnar þegar blaðamenn spurðu hann út í gagnrýnina undanfarna daga.

„Ég velkist ekki í vafa um hvort ég njóti starfsins enn þá,“ sagði Wenger. „Ég byggði þetta félag með mikilli vinnu og án utanaðkomandi fjárhagslegrar aðstoðar.“

„Ef þið berið félagið í dag saman við þá stöðu sem það var í þegar ég kom þá sjá allir að það hefur tekið skref fram á við. Þetta höfum við gert hjálparlaust,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×